Drift EA hefur valið sjö nýsköpunarfyrirtæki í Hlunninn.
Í júní 2025 fengu 18 verkefni inngöngu í Slipptökuna - nýsköpunarhraðal Driftar EA. Þar fengu teymin markvissa leiðsögn, aðgang að sérfræðingum og tækifæri til að þróa hugmyndir sínar áfram. Að loknum kynningum fyrir stjórn Driftar EA á lokadegi Slipptökunnar júní sl. voru sjö þeirra valin áfram í Hlunninn, sem veitir áframhaldandi heildstæða og sérsniðna aðstoð í allt að 12 mánuði.