Jana Salóme vill leiða lista VG við sveitarstjórnarkosningarnar n.k.vor

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir oddviti VG á Akureyri gefur kost á sér til að leiða lista flokk…
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir oddviti VG á Akureyri gefur kost á sér til að leiða lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir oddviti VG á Akureyri sækist eftir að leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstarstjórnarkosningar næsta vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jana Salóme sendi frá sér i morgun á Facebook.

Í áðurnefndri yfirlýsingu segir:

Kæru vinir,
 
nú þegar innan við hálft ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar, hef ég fengið þá spurningu nokkuð oft undanfarið hvort Vinstri græn ætli að bjóða fram í Akureyrarbæ og þá hvort ég hafi í hyggju að halda áfram að leiða listann. Svörin við þessu eru einföld, já og já.
 
Vinstrihreyfingin grænt framboð er enn lifandi stjórnmálaafl þó það hafi dottið af þingi. Í dag eigum við sveitarstjórnarfulltrúa víðsvegar um landið og á flestum stöðum ætlum við okkur að halda þeim og bjóða fram í svipaðri mynd og áður til að stuðla að auknum jöfnuði, náttúruvernd og kvenfrelsi.
 
Við merkjum hægrisveiflu í samfélaginu, viðhorf til jafnréttis fer versnandi og umhverfis- og náttúruvernd er ekki í tísku. Þess vegna tel ég VG enn vera nauðsynlegt stjórnmálaafl á landsvísu og þess vegna vil ég leiða lista VG á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Nærþjónustan skiptir okkur öll máli og við þurfum að nota okkar sameiginlegu sjóði í að auka jöfnuð í samfélaginu og tryggja góða þjónustu.
 
Leyfum náttúrunni að njóta vafans - vinstra vor 2026!

Nýjast