Þegar venjulegur mánudagur blasir við fólki þá rennur upp ljós, partýið er búið og lífið færist aftur i fastar skorður. Eitt af þvi sem gera þarf víða er að pakka niður jólaskrauti og þá stendur eftir eitt stk jólatré.
Akureyrarbær hefur komið fyrir gámum fyrir jólatré við Bónus Naustahvefi og Langholti og eru bæjarbúar hvattir til þess að notfæra sér þessa þjónustu sem þarna er í boði. Ekki stoðar í dag að setja tré við lóðarmörk því það er ekki neinn að koma til þess að taka það, þetta er okkar verkefni.
Notum gámana og tréið okkar fær framhaldslíf ef svo má segja þvi það verður endurnýtt.
Flugeldarusl er annað sem við þurfum lika að gefa gaum, sama hér og með jólatréið það er enginn að koma til þess að henda ruslinu okkar, við þurfum eðlilega að sjá um það sjálf.
Gámar eru við sömu Bónusverslanir og áður greindi ásamt því sem hægt er að henda flugeldaruslinu við grenndarstöðina sem er norðan við Ráðhúsið við Geislagötu.
Tökum höndum saman og hreinum til eftir hátíðarnar, komum ruslinu rétta leið.