Slökkvilið Akureyrar sinnti heldur fleiri sjúkraflutningum á liðnu ári samanborið við árið á undan.
Þeir voru 3122 í allt í árið 2025 en 3066 árið á undan. Í fyrra voru 28% sjúkraflutninga í forgangi, F1 og F2 en sambærileg tala fyrir 2024 er 29%.
Sjúkraflug voru heldur færri á liðnu ári en árið á undan, alls var farið í 890 sjúkraflug á nýliðnu ári með alls 940 sjúklinga, en árið 2024 voru flugin 943 og fjöldi sjúklinga 973.
Útköllum dælubíla fækkaði á milli ára, voru 103 á liðnu ári samanborið við 162 árið 2024, en það ár hafði útköllum fjölgað um 17% frá árinu 2023.