Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.
Dagskrá þessarar árlegu hátíðar verður með hefðbundnu sniði.
- Nói Björnsson formaður setur samkomuna
- Tónlist, Ívar Helgason flytur af sinni alkunnu snilld
- Viðar Sigurjónsson - Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
- Íslandsmeistarar og landsliðsfólk heiðrað
- Látinna félaga minnst, Sigfús Ólafur Helgason
- Íþróttafólk deilda kynnt og heiðrað
- Tónlist
- Kjöri á Íþróttafólki Þórs lýst
- Léttar veitingar og tónlist
Félagið hvetur Íslandsmeistara og landsliðsfólk til að mæta á athöfnina, sem og alla iðkendur, félagsfólk og velunnara.