Búið er að koma fyrir gám fyrir flugeldarusl á Húsavík, gámurinn er staðsettur niðri á Hafnarstétt
Búið er að koma fyrir gám fyrir flugeldarusl á Húsavík, gámurinn er staðsettur niðri á Hafnarstétt. Íbúum er velkomið að nýta sér hann.
Miðvikudaginn 7. janúar og fimmtudaginn 8. janúar nk. ætla starfsmenn þjónustumiðstöðvar Húsavíkur að aðstoða íbúa bæjarins og hirða upp jólatré.
Þeir íbúar sem vilja losna við jólatréin sín eru beðnir um að setja þau út við lóðarmörk þann dag.