Inntökupróf Læknadeildar og Tannlæknadeildar HÍ nú einnig á Akureyri

Háskóli Íslands mun í ár í fyrsta sinn bjóða upp á inntökupróf í læknisfræði, sjúkraþjálfunarfræði og tannlæknisfræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. Prófin fara fram dagana 5. og 6. júní nk.

Lesa meira

Vantar sárlega íbúðir fyrir eldri borgara- Unnið að stofnun ÍBA+55

„Við erum að eiga við uppsafnaðan vanda, þörfin er æpandi og verði ekki neitt að gert stefnir í algert ófremdarástand innan fárra ára,“ segja þeir Guðmundur Magnússon og Karl Erlendsson sem vinna að því að stofna félagið ÍBA +55, Íbúðarþróunarfélagi Akureyrar. Þeir vinna sameiginlega að verkefninu hjá Drift EA, frumkvöðlasetri í gamla Landsbankahúsinu. Verkefni þeirra var valið inn í Hlunninn sem þýðir að þeir fá margs konar aðstoð við verkefnið og vinnslu þess fram í byrjun sumars.

Lesa meira

Körfuboltaspilandi og kórsyngjandi heimspekingur

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og deildarforseti Félagsvísindadeildar er vísindamanneskja febrúar.

Lesa meira

Lokaorðið - Það er fullt af fórnarlömbum á Íslandi – ekki þú vera þar

  • Hættu þessu væli
  • Leggðu þig fram
  • Berðu virðingu fyrir fólki
  • Gerðu góðverk
  • Settu þér markmið
  • Þorgrímur Þráinsson, RUV, febrúar 2025
Lesa meira

Ástand göngugötunnar á Akureyri verulega slæmt

Ráðast þarf í umfangsmiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir við göngugötuna á Akureyri en ástand hennar er afar slæmt. Frumáætlun um kostnað við viðgerðir hljóðar upp á 250 milljónir króna. Minnisblað um um viðhald og endurbætur á göngugötu Akureyrar var lagt fram í umhverfis- og mannvirkjaráði nýverið.

 

Lesa meira

Gera athugasemdir við úthlutun byggðakvóta til Raufarhafnar

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í síðustu viku var fjallað um úthlutun byggðakvóta til einstakra byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024- 2025.

 

Lesa meira

Erfiðar aðstæður í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska á liðnu ári

Tap Kjarnafæðis Norðlenska nam um 250 milljónum króna á liðnu ári sem er mikil breyting á afkomu félagsins þegar miðað er við árið 2023 en þá var hagnaður af rekstinum.

Lesa meira

Akureyrarbær staðið svifryksvaktina vel undanfarið

„Akureyrarbær hefur staðið vaktina vel undanfarið og þar á bæ hafa menn verið duglegir við rykbinda götur og þrífa eftir því sem aðstæður krefjast og leyfa,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Lesa meira

Sköpuðu dýrmætar minningar á Bessastöðum

Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík á fund forseta

Lesa meira

Framkvæmdir að hefjast við neðsta hluta kirkjutrappanna

Af óviðráðanlegum ástæðum þarf að loka neðri hluti kirkjutrappanna næstu daga vegna framkvæmda.

 

Lesa meira

Lið MA komið í undanúrslit í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Akureyri hefur tryggt sér þátttökurétt í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Þetta varð ljóst í kvöld þegar liðið bar sigurorð af liði Menntaskólans við Sund í fjórðu og síðustu viðureign 8-liða úrslitanna í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Lokatölur, 38-21 MA í vil. Sem fyrr skipa Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir lið MA.

 

Lesa meira

Veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Naustaskóla í gær, 27. febrúar, þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf.

 

Lesa meira

Möguleg staðsetning heilsugæslustöðvar við Kjarnagötu

Á seinasta fundi skipulagsráðs Akureyrar var lögð fram til kynningar tillaga að afmörkun nýrrar lóðar á svæði sunnan við lóð Kjarnagötu 2 (Bónus).

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn Samkomulag um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær hefur komist að samkomulagi við Rauða krossinn við Eyjafjörð um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Bærinn er fyrsta sveitarfélagið á landinu sem náð hefur slíku samkomulagi. Samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri hlýtur heimild til doktorsnáms í menntavísindum og sálfræði

Um miðja viku bárust þær gleðifregnir að Háskólinn á Akureyri hefði hlotið heimild frá ráðuneyti Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar til að bjóða upp á doktorsnám í sálfræði og í menntavísindum. Fyrir hefur skólinn heimild til að bjóða upp á doktorsnám á sex fræðasviðum.

 

Lesa meira

Er eitthvað að mér?

Rúmlega miðaldra kona hefur undanfarið dvalið á suðlægum slóðum í ríki Spánar. Vissulega er megin ástæða þess að þar er oftast betra veður en heima í Hafnarfirði. Kannski ekki komið í 20+ en nálægt því og hlýnar með hverjum deginum.

Lesa meira

Unnið við nýtt deiliskipulag ofan byggðar í Hrísey

Akureyrarbær hefur hafið vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir svæði ofan byggðar og efstu byggðu lóðir í nyrðri hluta þéttbýlis Hríseyjar.

 

Lesa meira

Orkey fær úthlutað lóð á Dysnesi Áform um að reisa stærri og öflugri verksmiðju

Orkey ehf. sem framleiðir lífdísil og efnavöru úr úrgangi hefur hug á að flytja starfsemi sína á Dysnes og byggja þar umtalsvert stærri verksmiðju en félagið hefur rekið á Akureyri undanfarin ár. Stjórn Hafnasamlags Norðurlands hefur samþykkt að úthluta Orkey lóð á Dysnesi og fyrirhugað er að ganga til viðræðna við fyrirtækið um uppbyggingu á svæðinu sem HN fagnar mjög.

 

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir íslenska söngleikinn Epli og eikur í kvöld

„Það er mikil tilhlökkun fyrir frumsýningunni, eins og alltaf þegar fólk hefur lagt mikið á sig til að setja upp sýningu,“ segir Fanney Valsdóttir formaður Leikfélags Hörgdæla sem í kvöld, fimmtudagkvöldið 27. febrúar frumsýnir leikverkið Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.  Sýnt er á Melum í Hörgársveit.

Lesa meira

FERMINGARSÝNINGIN 2025 kynningarsýning á öllu tengdu fermingarveislunni á Múlabergi n.k. sunnudag

Vorið nálgast og það gera fermingar sömuleiðis og því fer hver að verða síðastur að skipuleggja sína einstöku fermingarveislu. Tilefnið er stórt og því að mörgu að hyggja þegar kemur að undirbúningi. 

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands - stúdent við skólann tilnefndur

Sigrún Emelía Karlsdóttir, stúdent í líftækni við skólann, var í janúar síðastliðnum tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Hennar verkefni var eitt af sex sem voru tilnefnd. Verkefnið ber heitið „One man's trash is another man's treasure“ og vann hún það í samstarfi við Liam F O M Adams O´Malley, nemanda í búvísindum við Landbúnaðarháskólann, undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Land og skógur. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

Nýtt- Mikil svifryksmengun við helstu umferðaræðar

Svifryksmengun mælist nú langt yfir heilsuverndarmörkum en unnið er að því að rykbinda og vonast til að ástandið lagist þegar líður á daginn.

 

Lesa meira

Tjaldsvæðisreitur - Frestur til að skila ábendingum að renna út

Frestur til að koma ábendingum á framfæri um drög á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti er til 27. febrúar 2025, þetta kemur fram á akureyri.is

 

Lesa meira

Bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn á Eyjafirði

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum um landhelgina og í utanverðan Eyjafjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. USS Delaware er orrustukafbátur af Virginia-gerð og slíkir kafbátar bera ekki kjarnavopn. 

Lesa meira

Grenivík- Opið hús hjá Björgunarsveitinni Ægi á morgun 25. febrúar

Á morgun þriðjudaginn, 25. febrúar milli kl. 17:00-19:00 er opið hús hjá björgunarsveitinni.

Lesa meira

Hvar eru sveitarstjórnarmenn?

Það er nokkuð ljóst að tekist var á um þá tillögu sem ríkissáttasemjari bar á borð fyrir KÍ, ríkið og sveitarstjórnir.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Þúfa 46

Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17-17.40 heldur listafólkið Karólína Baldvinsdóttir og Kristján Helgason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Þúfa 46. Þar munu þau fjalla um samvinnustofur 11 listamanna á Eyrinni á Akureyri sem tóku til starfa í ársbyrjun. Í Þúfu 46 eru vinnustofur, námskeið, sölugallerí og viðburðir, en húsnæði hýsti áður smíðaverkstæðið Valsmíði í Gránufélagsgötu 46.

 

Lesa meira