
Samorkuþing fjölmenn ráðstefna í orku- og veitumálum hefst á Akureyri á fimmtudaginn
Samorkuþing verður sett kl. 9.30 í Hofi n.k. fimmtudag. Þingið er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri og hefur aðsóknin aldrei verið meiri en í ár. Óhætt er að segja að Akureyri verði undirlögð af starfsfólki orku- og veitufyrirtækja um allt land, en 620 manns eru skráð til leiks á þingið.