
Tónleikar tvö kvöld um verslunarmannahelgi á Akureyrarvelli
„Við höfum lengi horft til Akureyrarvallar með hátíðahöld verslunarmannahelgarinnar og nú prófum við það. segir Davíð Rúnar Gunnarsson hjá Viðburðarstofu Norðurlands sem sér um hátíðin Ein með öllu um verslunarmannahelgi á Akureyri. Samkomuhald sem var á flötinni við Leikhúsið verður fært á Akureyrarvöll. Margt sé spennandi og jákvætt við flutninginn.