
Skógræktarfélag Eyjafjarðar -Aldrei í sögunni verið grisjað jafnmikið og í fyrra
„Það er gaman að segja frá því að aldrei í sögu Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur verið grisjað meira af skólendum okkar og á liðnu ári. Við setjum markið hátt og stefnum á að tvöfalda það magn nú í ár,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega þar sem m.a. var farið yfir starfsemi liðins ár og línur lagaðar um verkefni yfirstandandi árs.