Talsvert mikil aukning var í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu 2025þetta kemur fram í frétt á vef Norðurþings í dag.
Alls fóru um 140 þúsund manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík á árinu 2025 sem er um 24% aukning frá fyrra ári.
Árið 2025 er þar með stærsta árið í hvalaskoðun til þessa en um 131 þúsund farþegar fóru í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík á árinu 2023 sem einnig var mjög gott ár. Þróun farþegafjölda frá árinu 2016 má sjá á meðfylgjandi stöplariti. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári.
Hafnasjóður Norðurþings hefur framkvæmt umtalsvert á síðustu árum til að bæta aðstöðu fyrirtækjanna og upplifun þeirra farþega sem heimsækja höfnina á Húsavík
