Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Ég óska hér með eftir því að forseti hlutist til um að hæstvirtur barna- og menntamálaráðherra komi fyrir þingið og gefi ítarlega skýrslu um stöðu og framtíðaruppbyggingu framhaldsskólastigsins.
Tilefni beiðninnar eru þær umfangsmiklu og kerfisbundnu breytingar sem nú eru til umfjöllunar, starfsumhverfi skólameistara á framhaldsskólastigi, fyrirhugaðar svæðisskrifstofur, ásamt þeim áhyggjum sem fram hafa komið í umsögnum frá skólum og hagsmunaaðilum, meðal annars varðandi fjármögnun, starfsskilyrði, stöðu fagfólks og áhrif mögulegra kerfisbreytinga á fjölbreytileika námsframboðs og þjónustu við nemendur um land allt.
Mikilvægt er að þingið fái nú þegar skýra og heildstæða mynd af stefnu og sýn ríkisstjórnarinnar á málaflokknum. Sú óvissa sem skapast hefur að undanförnu kallar á að umræðan eigi sér stað sem allra fyrst.
Virðingarfyllst,
Ingibjörg Isaksen Þingflokksformaður Framsóknar