Beiðni um að ráðherra komi fyrir Alþingi og gefi skýrslu um stöðu framhaldsskólastigsins

Ingibjörg Isaksen Þingflokksformaður Framsóknar
Ingibjörg Isaksen Þingflokksformaður Framsóknar

Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir,

Ég óska hér með eftir því að forseti hlutist til um að hæstvirtur barna- og menntamálaráðherra komi fyrir þingið og gefi ítarlega skýrslu um stöðu og framtíðaruppbyggingu framhaldsskólastigsins.

Tilefni beiðninnar eru þær umfangsmiklu og kerfisbundnu breytingar sem nú eru til umfjöllunar, starfsumhverfi skólameistara á framhaldsskólastigi, fyrirhugaðar svæðisskrifstofur, ásamt þeim áhyggjum sem fram hafa komið í umsögnum frá skólum og hagsmunaaðilum, meðal annars varðandi fjármögnun, starfsskilyrði, stöðu fagfólks og áhrif mögulegra kerfisbreytinga á fjölbreytileika námsframboðs og þjónustu við nemendur um land allt.

Mikilvægt er að þingið fái nú þegar skýra og heildstæða mynd af stefnu og sýn ríkisstjórnarinnar á málaflokknum. Sú óvissa sem skapast hefur að undanförnu kallar á að umræðan eigi sér stað sem allra fyrst.

Virðingarfyllst,

Ingibjörg Isaksen Þingflokksformaður Framsóknar

Nýjast