„Við munum halda áfram að berjast fyrir áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Það er mikilvægt byggðamál að samgöngur hér á landi séu í viðunandi horfi,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík.
Í fyrravetur var í boði áætlunarflug milli þessarar staða um þriggja mánaða skeið, frá því skömmu fyrir jól og var það ríkisstyrkt. Talað var um að slíkt fyrirkomulag yrði við lýði til þriggja ára, í vetur og þann næsta, 2026 til 2027. „Póltíkinni tókst að kæfa málið og það verður ekki neitt af flugi í vetur,“ segir Aðalsteinn.
Hann átti fund með forstjóra Icelandair í fyrravor og þá var m.a. farið yfir stöðuna og hvort hægt væri að nýta samlegðaráhrif af flugi til þriggja staða, Ísafjarðar, Hafnar í Hornafirði og Húsavíkur. Iceland air hefur gefið út að flugi til Ísafjarðar verði hætt á næsta ári. „Það má búast við að af því verði nema til komi ríkisstyrkur. Við erum að vinna í þessum málum áfram og vonum það besta,“ segir Aðalsteinn.