Erlendir aðilar áforma áætlunarflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar frá og með febrúar n.k.

Hillur undir áætlunarflug milli Akureryar og Kaupmannahafnar á ný    Mynd Hörður Geirsson
Hillur undir áætlunarflug milli Akureryar og Kaupmannahafnar á ný Mynd Hörður Geirsson

Aðilar í Þýskalandi hafa verið með í undirbúningi flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Samkvæmt heimildum vefsins er ætlunin að fljúga á fimmtudögum og sunnudögum og að fyrsta flug verði í febrúar n.k.

Það mun hafa verið í október sem aðilar ytra höfðu samband við aðila á Akureyri og hefur undirbúningur staðið yfir síðan. Heimildir sem vefurinn telur traustar herma að kynningarfundur verði innan skamms með starfsfólki Akureyrarflugvallar um hið fyrirhugaða flug..

Martin Michael sem er í forsvari fyrir félagið sem mun fljúga hingað er fyrrum starfsmaður NiceAir og hefur vefurinn eftir áreiðanlegum heimildum að hið nýja félag muni fljúga undir þvi gamalkunna nafni.  

Vefurinn setti sig í samband við Martin í morgun en hann varðist allra frétta, en sagði þó að blaðamannafundur væri fyrirhugaður þann 16 des. n.k á Flugsafninu á Akureyri og þar munu mál skýrast.

Nýjast