Amtsbókasafnið á Akureyri hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2025 fyrir verkefnið Fjölmenningarlegt kosningakaffi.
28 verkefni hlutu styrki sem veittir voru á viðburðinum Innflytjendur og samfélagið sem innflytjendaráð stóð fyrir og fór fram fyrir fullu húsi nú í morgun í tilefni af alþjóðlega mannréttindadeginum. Alls voru veittir styrkir fyrir 70 milljónir króna.
Það voru Tomasz Chrapek og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem veittu styrkina.
akureyri.is sagði fyrst frá