Nokkrir valinkunnir trillukarlar í Sandgerðisbót brydda upp á þeirri nýjung að bjóða upp á vöfflur með rjóma í Bótinni á laugardag, frá kl. 11 til 14 og vænta þeir þess að áhugasamir bæjarbúar líti við og eigi góða stund á aðventunni. Ísfell og Veiðiríkið styðja framtakið.
„Við viljum með þessu njóta stundar með bæjarbúum og þakka fyrir árið. Við höfum boðið fólki að koma í bótina á Sjómannadaginn og það hefur tekist mjög vel. Við sjáum fyrir okkur að sá viðburður muni stækka á næsta ári.
Hollvinir Húna halda skötuveislu sína deginum áður, á föstudagskvöld. Skatan að þessu sinni kemur frá Hnífli en saltfiskinn veiddu Húnafélagar í skólasiglingum haustsins og verkuðu sjálfir um borð.

Ágúst Einarsson, Bjarni Bjarnason skipstjóri og Dagnýr M Marinósson á góðri stundu í laugardagskaffi Hollvina Húna.

Atli Jónsson og Þorsteinn Pétursson höfðu margt að spjalla en Atli var í eina tíð skipverji á Húna 1974 til 1978, báturinn hét raunar á þeim tíma Haukafell.