Frá afhendingu Samfélagsstyrks Hafnasamlagsins Mynd
Á fundi hafnarstjórnar 10. desember síðastliðinn var veitt Berginu – Headspace samfélagsstyrk Hafnasamlags Norðurlands. Upphæð styrksins er ein milljón króna.
Við vonum að styrkurinn nýtist starfsfólki Bergsins í þeirra mikilvæga og metnaðarfulla starfi í þágu unga fólksins í okkar samfélagi.
Á myndinni má sjá Ingu Dís Sigurðardóttur, formann hafnarstjórnar, afhenda styrkinn til Erlu Lindar Friðriksdóttur, ráðgjafa hjá Berginu, og Sigurbjargar Harðardóttur, tengiliðs ungmennaráðs hjá Berginu.