Nú er svartasta skammdegið gengið í garð og dagarnir orðnir stuttir. Foreldrar eru því minntir á mikilvægi þess að tryggja að börn beri endurskinsmerki.
Gangandi vegfarandi án endurskinsmerkja sést illa í myrkri, jafnvel þar sem götulýsing er góð. Með endurskinsmerki sér ökumaður vegfaranda margfalt fyrr, sem getur verið úrslitaatriði þegar kemur að því að koma í veg fyrir slys.
Ökumönnum er einnig bent á að fara gætilega í myrkrinu og hægja á og fylgjast vel með þeim sem eru á ferðinni.
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði.
Á vefnum www.island.is/endurskin má finna gagnlegar upplýsingar frá Samgöngustofu um notkun endurskinsmerkja.
Í afgreiðslu Ráðhússins eru endurskinsmerki sem bæjarbúar mega nálgast án endurgjalds.
Þessi þörfu ábendingu er að finna á akureyri.is