Það var mikið um dýrðir þegar íbúar Grýtubakkahrepps fögnuðu 100 ára afmæli Gamla skóla á Grenivík á dögunum, en þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu skólans.
Þetta fallega hús setur svip sinn á staðinn og er íbúum mikilvægt. Það má segja að síðustu ár hafi það einkum gegnt hlutverki tónlistarhúss í hreppnum því þar eru vor- og jólatónleikar tónlistarskólans haldnir ár hvert, þar æfir kirkjukórinn og þar fara einnig fram hljómsveitaræfingar.
Aldarafmælinu var fagnað sunnudaginn 30. nóvember. Nokkrir gestir rifjuðu upp minningar úr húsinu og sögðu frá ýmsu skemmtilegu. Sagt var frá vígsludegi hússins og nemendur úr TE spiluðu nokkur lög á píanó auk þess sem boðið var upp á léttar veitingar.
Það er von íbúa að Gamli skólinn gegni áfram mikilvægu hlutverki næstu 100 árin.

Þann 1. desember sl. voru liðin 100 ár frá vígslu Gamla skóla og var því fagnað með samkomu í húsinu.
Gestir rifjuðu upp minningar úr húsinu og sögðu frá ýmsu skemmtilegu í tengslum við það.