
Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri Fjórðungur hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðunni
Um fjórðungur félaga í Félagi verslunar og skrifstofufólks á Akureyri hefur miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni, eða 25,1% svarenda í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir félagið. Sagt var frá niðurstöðum könnunarinnar á aðalfundi félagsins nýverið en greint er frá fundinum á vefsíðu þess.