easyJet kynnir Norðurland í breskum miðlum

Vél frá easyJet á Akureyrarflugvelli  Mynd Þórhallur Jónsson
Vél frá easyJet á Akureyrarflugvelli Mynd Þórhallur Jónsson

Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.

Í nóvember kom breskur áhrifavaldur og fór í stutt ferðalag um Norðurland, þar sem fulltrúi MN bjó til dagskrá í samstarfi við samstarfsfyrirtæki. Ferðin var að fullu á vegum easyJet og hluti af þeirra markaðsaðgerðum samkvæmt þeirra plani fyrir veturinn.

Afraksturinn má sjá á Instagram síðu easyJet og áhrifavaldsins Somhairle, sjá hlekki hér að neðan. Athugið að efnið fór í loftið í byrjun desember og er í nokkrum færslum.

 

Í síðustu viku fóru svo í loftið greinar sem eru unnar af markaðsdeild easyJet og NewsUK, og eru í birtar í kynningarhluta Sunday Times. Greinarnar voru ávallt sendar í yfirferð hjá MN, en lokaorðið er þó alltaf hjá easyJet og þeirra áherslur í markaðsefninu skína í gegn. Greinarnar eru nú í birtingu og keyptum auglýsingum víðsvegar á vefnum.

Með því að smella á slóðina hér fyrir neðan má skoða hvernig efnið kemur  út á vef www.thetimes.com

 

https://www.thetimes.com/static/north-iceland-holidays-local-guide-easyjet/

 

Það var Markaðsstofa Norðurlands sem fyrst sagði frá

 

 

Nýjast