Bókarkynning - „Dorgað í djúpi hugans“
„Dorgað í djúpi hugans“ eftir Skúli Thoroddsen, lögfræðing er athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
„Dorgað í djúpi hugans“ eftir Skúli Thoroddsen, lögfræðing er athyglisverð uppvaxtarsaga um veröld sem var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
„Afmælisbarnið eldist vel og á sér bjarta framtíð,“ segir Eiður Stefánsson formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks. Félagið fagnaði 95 ára afmæli sínu sunnudaginn, 2. nóvember, en félagið var stofnað þann dag árið 1930. Af því tilefni var félagsfólki, núverandi og fyrrverandi boðið í afmæliskaffi á skrifstofu þess sem margir þáðu.
Það er ekki sjálfgefið að maður nái að eldast og allra síst vera nokkuð heilsuhraustur á meðan. Sjálf var ég viss um að ég næði ekki meira en 60 árum í þessu jarðlífi. Það fór á annan veg. En það að búast við dauða sínum, sem náttúrulega allir ættu að gera, virkaði þannig á mig að ég var ekkert að spá í framtíð eftir sextugt. En svo varð ég sextug og lifði það af og enn bætast árin við.
Nýverið lögðu þær Þórhalla Sigurðardóttir, Kolbrún Sigurlásdóttir og Anna Karen Sigurjónsdóttir land undir fót og ferðuðust til Noregs. Allar starfa þær við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Þórhalla er aðjúnkt, Kolbrún er aðjúnkt og starfar sem verkefnastjóri klínísks náms og Anna Karen sem verkefnastjóri við færni- og hermisetur. Með í för voru einnig níu stúdentar á 2. ári í hjúkrunarfræði.
Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðalóðir við Austurveg í Hrísey lausar til úthlutunar með breyttum skilmálum. Þær eru við Austurveg 15 til 21.
Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa fjórar íbúðalóðir við Austurveg í Hrísey lausar til úthlutunar með breyttum skilmálum. Þær eru við Austurveg 15 til 21.
Anna María Richardsdóttir hefur sent erindi um að sem hún leggur fram hugmynd um að nýta gamla þinghúsið í Eyjafjarðarsveit sem menningarmiðstöð með vinnustofum og gistiaðstöðu fyrir listafólk.
Kór og orgel sameinast í hátíðlegum og ljóðrænum tónum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. nóvember. Kórarnir Hymnodia og Kammerkór Norðurlands sameinast í söng undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar en Eyþór Ingi Jónsson mun spila á orgel.
Það er hlutverk sveitarfélaga að tryggja sanngjarna skattlagningu sem endurspeglar raunverulega stöðu íbúa og atvinnulífs.
Keppnin er árleg og tengir saman hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöðvar víðs vegar um heiminn með því markmiði að hvetja eldri borgara til hreyfingar, samkeppni og samveru
Erindi um hvort heimilt sé að nýta efri hæðir í húsi sem byggt verður á lóð við Baldursnes 11 fyrir rekstur starfsmannaíbúða til tímabundinnar búsetu, alls 28 íbúða hefur borist til skipulagsráðs Akureyrar. Lóðarhafi við Baldursnes er að því er fram kemur í erindinu öflugur verktaki á Akureyri „og hefur oft á tíðum mikla þörf vinnuafl sem ekki fyrirfinnst hér á Eyjafjarðarsvæðinu,“ eins og það er orðað.
Sláturtíð lauk á Húsavík, 31 október s.l. og var alls 88.277 fjár slátrað að þessu sinni, 79.330 lömbum, 8.847 fullorðnum og 100 geitum. Þetta er samtals 2.580 fleira en var árið 2024.
Jólatorgið á Ráðhústorgi verður opnað laugardaginn 29. nóvember þegar ljósin á jólatrénu verða tendruð við hátíðlega athöfn.
Skipulagsráð Akureyrar hefur hafnað erindi frá fyrirtækinu Ásco ehf sem sótti um iðnaðar- og athafnalóð undir starfsemi sína við Norðurtanga 7 á Akureyri.
Dagana 6. til 17. nóvember má sjá, inn um glugga Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á Akureyri, myndlistarmanninn Aðalstein Þórsson mála sjö málverk.
Píanókvartettinn Negla heldur tónleika í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 9. nóvember kl 16.
Í þriðja sinn í röð stendur Velferðarsjóður Eyjafjarðar fyrir sölu á Velferðarstjörnunni, í samstarfi við Glerártorg og Slippinn Akureyri.
Bæjarstjórn hefur nú samþykkt breytingar á skipulagi lóðarinnar við Viðjulund 1 á Akureyri en sú lóð er í eigu dótturfélags KEA og Húsheildar-Hyrnu.
Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla, leikskólans Grænuvalla, Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Natöschu Damen sjúkraþjálfara
Þær Petra Sif og Björg Jónína iðjuþjálfar hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili, hófu haustið 2024 nám í Ráðgjöf um málefni einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra sem er ný námsleið hjá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands
Ráðist verður strax í aðgerðir á Norðausturlandi til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku í landshlutanum. Þannig skapast forsendur fyrir aukinni atvinnuuppbyggingu og jákvæðri byggðaþróun á svæðinu til skemmri og lengri tíma.
Vélfag ehf., í samstarfi við meirihlutaeiganda félagsins, hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu.
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir.
Í gegnum tíðina hefur mikill meirihluti nemenda í hársnyrtiiðn verið konur og svo er raunar enn. En karlarnir hafa sótt í sig veðrið í þessum efnum, í það minnsta eru nú fjórir karlar af ellefu nemendum á annarri önn í hársnyrtiiðn í VMA.
Þrír nemendur MA komust áfram í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema, sem haldin var 30. september.
Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Með frelsi í faxins hvin – riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, sem Hjalti Jón Sveinsson hefur skráð.
Allt hestafólk, hvar svo sem á landinu það býr, kannast við hestafrömuðinn Hermann Árnason á Hvolsvelli. Hann hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og hafa tamning hrossa og meðferð þeirra, auk hestaferða, verið hugsjón hans alla tíð. Sum verkefni hans hafa verið hans eru með ólíkindum, eins og Vatnareiðin 2009 þegar hann reið, ásamt félögum sínum, yfir allar ár sem á vegi þeirra urðu frá Höfn í Hornafirði og vestur fyrir Hvítá í Árnessýslu. Að sjálfsögðu er sagt frá því ferðalagi í bókinni og einnig er fjallað Stjörnureiðina svokölluðu sem Hermann skipti í tvo 40 daga leiðangra, árin 2016 og 2018, og reið þá þvers og kruss yfir landið, á þann hátt að ferðirnar mynduðu orðið stjörnu þegar hann fór af hestbaki í lokin hennar. Þá segir frá Flosareiðinni 2016 þegar Hermann og tveir félagar hans riðu í spor Flosa í því skyni að sannreyna frásögn Njálssögu. Hér á eftir verður gripið niður í þá frásögn
Vinnumálastofnun mun á næstu vikum hafa aukna viðveru á Húsavík. Starfsfólk þeirra mun hafa aðstöðu á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26, venju samkvæmt.