Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir lyflækningadeild SAk

Fulltrúar Knattspyrnudómarafélags Norðurlands, Aðalsteinn Tryggvason og Bergvin Fannar Gunnarsson, komu færandi hendi með ágóða aðgangseyris frá úrslitaleik Kjarnafæðimótsins og afhenti lyflækningadeild SAk 300.000 krónur

Lesa meira

Veiðigjöld

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahrepp skrifar pistil á Facebook í dag um um áhrif hækkun veiðigjalds á landsbyggðina. Vefurinn fékk góðfúslegt leyfi frá Þresti til að birta umræddan pistil.

Lesa meira

Glamrið í glerhúsunum

Það hefur löngum þótt slæmur siður að kasta grjóti úr glerhúsi. Myndlíkingin skýr, glerinu rignir samstundis í höfuð þess sem kastar. Því er rétt að staldra aðeins við áður en grjótið er látið vaða.

Lesa meira

Hvernig tryggjum við orkuöryggi?

„Uppbygging raforkukerfisins er ekki í takti við þörf samfélagsins“. Þetta sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, á ráðstefnunni „Orkuöryggi – hvernig tryggjum við orkuöryggi til framtíðar?“ sem Lagadeild Háskólans á Akureyri stóð fyrir þann 18. mars síðastliðinn. Meðal þess sem kom fram á ráðstefnunni var að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landsnets, sagði að raforkuöryggi byggi á réttlæti og stöðugleika fyrir minni notendur. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður og fyrrverandi orkumálastjóri, sagði að við óbreytt ástand væri það ekki spurning um hvort heldur hvenær raforkuskortur verði á Íslandi og að tryggja þurfi forgang almennings og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HA, velti upp þeirri spurningu hvort rétt væri að færa leyfisveitingarvaldið vegna vatnsaflsvirkjana aftur til Alþingis.

Lesa meira

Þórsarar í efstu deild í handboltanum á ný

Karlalið Þórs tryggði sér í gær sæti í úr­vals­deild karla í hand­bolta í fyrsta skipti frá ár­inu 2021 með stórsigri á B liði HK 37- 29, í lokaum­ferð 1. deild­ar­inn­ar.  Þórsarar léku vel í vetur  og eru vel að deildarmeistaratitlinum komnir.  

Lesa meira

Aldrei fleiri sjálboðaliðar

Vel var mætt á aðalfund Rauða krossins við Eyjafjörð á dögunum en þar var farið yfir þau fjölmörgu verkefni sem deildin á aðkomu að á Eyjafjarðarsvæðinu. Jón Brynjar Birgisson hélt á fundinum erindi um Rauða krossinn og breytta heimsmynd.

Lesa meira

Akureyrarbær Ræstingarfólk njóti samningsbundinna réttinda

Bæjarráð Akureyrar tekur alvarlega þá umfjöllun sem fram hefur komið um aðstæður og kjör starfsfólks tiltekinna ræstingarfyrirtækja, en rætt var um stöðu ræstingarfólks á fundi ráðsins nýverið í kjölfar umræðu um aðstæður þess og kjör.

Lesa meira

Togarajaxlar vekja athygli hjá enskum.

Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.

Lesa meira

Carbfix boðar samtal við íbúa Húsavíkur

Sameiginleg yfirlýsing Carbfix og Sveitarfélagsins Norðurþings um uppbyggingu Codastövar á Bakka við Húsavík var samþykkt á fundi sveitarstjórnar undir lok síðasta mánaðar.

Lesa meira

Undirbúningur að hefjast vegna Landsmóts skáta að Hömrum sumarið 2026

„Það er mikil tilhlökkun í gangi meðal skáta á Akureyri, enda hefur Landsmót skáta ekki verið haldið hér í 11 ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir mótsstjóri. Landsmót skáta verður haldið að Hömrum dagana 20 til 26 júlí árið 2026 og verður heilmikið ævintýri. Fyrsti kynningarfundur vegna mótsins verður haldinn í grænu hlöðunni að Hömrum næstkomandi þriðjudag, 1 apríl kl. 17.30.

Lesa meira

Hvenær kemur miðbærinn sem beðið var um?

Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi.

En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt.

Lesa meira

Bílastæði við Flugsafnið ekki fyrir flugfarþega

„Það skiptir okkur máli að fólk virði að bílastæðin eru ætluð gestum okkar og þeim sem starfa á safninu, starfsfólki og sjálfboðaliðum,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli.

Lesa meira

Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins 

Lesa meira

Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri

„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins.

Lesa meira

Eftirspurn eftir lóðum fyrir frístundahús og íbúðir á Hjalteyri

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að hefja vinnu við fjölgun frístundalóða í landi þess á Hjalteyri og einnig að skoða uppbyggingu á tjaldsvæði. Fjallað var um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri á fundi sveitarstjórnar.

Lesa meira

Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts

Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17

Lesa meira

Lionsklúbbur Akureyrar afhendir SAk veglega gjöf

Í gær var tekið í notkun ný aðstaða sjúkra- og iðjuþjálfunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við það tilefni afhenti Lionsklúbbur Akureyrar Sjúkrahúsinu á Akureyri veglega gjöf, svokallaðan fjölþjálfa. Tækið er einstakt fyrir margra hluta sakir, þá ekki síst hversu vel það gagnast mörgum sjúklingahópum, þá sérstaklega þeim sem ekki geta nýtt hefðbundin þolþjálfunartæki eins og göngubretti eða þrekhjól. Tækið getur gagnast fólki með verulega takmarkaða hreyfigetu og jafnvægisvandamál, auk þess sem að það er gott aðgengi að því fyrir þau sem þurfa að notast við hjólastóla. Tækið nýtist fyrst og fremst sem þolþjálfunartæki en einnig til að byggja upp styrk og liðleika.

Lesa meira

Vindar nýsköpunar blása á Húsavík

Krubbur hugmyndahraðhlaup 2025

Lesa meira

Þokkaleg bjartsýni ríkjandi innan ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

„Við finnum fyrir þokkalegri bjartsýni á gott sumar hjá ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi. Það er ekki farið að bera neitt á afbókunum t.d. frá Bandaríkjamönnum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Vangaveltur hafa verið upp að dregið gæti úr ferðahug þarlendra í kjölfar þess að haldið er með öðrum hætti um stjórnartauma þar en við eigum að venjast eftir að Trumpstjórnin tók við völdum.

Lesa meira

Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.

Lesa meira

Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða?

Þú ert mætt til læknisins þíns og bíður niðurstöðu úr sýnatökum. Nokkuð er síðan þú fórst að finna fyrir einkennum sem að lokum urðu til þess að þú ákvaðst að láta skoða hvað mögulega væri að.

Lesa meira

Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla

Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir frá lestrarátaki sem nemendur Glerárskóla hafa sökkt í síðustu daga. 

,,Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.

Lesa meira

Stækkum Skógarlund!

Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi.

Lesa meira

Sveitarstjóri og oddviti Þingeyjarsveitar Ræddu hagsmunamálin við ráðamenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti í Þingeyjarsveit gerðu sér ferð til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Þær funduðu meðal annars með forstöðumanni Jöfnunarsjóðs þar sem farið var yfir nýjar úthlutunarreglur og hvaða þýðingu þær hafa fyrir sveitarfélagið.

Lesa meira

Framsýn Vill aukinn byggðakvóta til Raufarhafnar

Framsýn stéttarfélag hefur lengi haft áhyggjur af atvinnuástandinu á Raufarhöfn enda atvinnulífið einhæft og þá hefur laxeldi á landi eða sjó hvað þá ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi en fiskvinnsla ekki náð sér á strik í byggðarlaginu. Það er ólíkt mörgum minni sjávarplássum í öðrum landsfjórðungum s.s. á Vestfjörðum og/eða á Austurlandi. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi vandamál á síðustu áratugum á norðausturhorninu sem tengist ekki síst einhæfu atvinnulífi.

Lesa meira

Ágústa Ágústsdóttir þingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi lýsti lífi þolanda líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í ræðustól Alþingis í dag

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi, lýsti líkamlegu sem og kynferðslegu ofbeldi sem hún varð fyrir í 14 ár í ræðu sem hún flutti á Alþingi í dag.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi Ágústu til þess að birta ræðuna.

Lesa meira

Aðalfundur Félag eyfirskra kúabænda Stóri-Dunhagi með mestar afurðir í fyrra

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á aðalfundi Félags eyfirskra kúabænda nýverið. Verðlaunagripina gerði Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Höllin verkstæði Hörgársveit.Góðir gestir komu til fundarins, þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Rafn Bergsson, formaður Nautgripadeildar BÍ.

Lesa meira