
Forseti Íslands sló í gegn í Vísindaskóla unga fólksins
Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, slógu í gegn við útskrift Vísindaskóla unga fólksins sem lauk föstudaginn 27. júní. Þau svöruðu fjölda spurninga sem nemendur höfðu sent embættinu, allt frá spurningum um uppáhaldslit hennar til þess hvort henni þætti Alþingi starfa vel. Alls 85 börn útskrifuðust að þessu sinni og er þetta ellefta starfsár skólans. Vísindaskólinn er rekinn af Rannsóknamiðstöð HA.