LAGGÓ!

LAGGÓ,  þetta gamla og góða ,,heróp” átti vel við á Akureyrarflugvelli í morgun þegar rúmlega fjörtíu manna hópur eldir togarajaxla lagði afstað með þotu easy Jet  í ferð til Grimsby og Hull.   Þar munu þeir hitta breska kollega sína,  skoða sjóminnjasöfn og rifja upp gömlu góðu dagana þegar siglt var til Englands.

Lesa meira

Evrópusamstarf eflir skólastarf

Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi myndu einangrast frekar hratt ef ekki kæmu reglulega fréttir af erlendum rannsóknum og þróunarverkefnum sem snúa að því að bæta skólastarf. Evrópusamstarf hefur veitt íslenskum skólum og kennurum dýrmæt tækifæri til að kynnast öðrum aðferðum, öðru sjónarhorni og víkka sjóndeildarhring sinn – bæði faglega og menningarlega.

Lesa meira

Framsýn Óskar eftir samtali við þingmenn um áætlunarflug til Húsavíkur

Með bréfi til þingmanna Norðausturkjördæmis í dag kallar Framsýn eftir samtali og stuðningi frá þingmönnum kjördæmisins hvað varðar áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur.

Lesa meira

Vegagerðin breytir hámarkshraða um Hörgársveit

„Við fögnum þessu,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í Hörgársveit, en Vegagerðin hefur ákveðið breytingu á hámarkshraða í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Verkefnin framundan hjá Bifröst og Háskólanum á Akureyri Hans Guttormur Þormar ráðinn sem verkefnastjóri

Hans Guttormur Þormar hefur verið ráðinn verkefnastjóri í viðræðum um mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Hans er með meistaragráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið að viðamiklum rannsóknum á ýmsum sviðum, þar á meðal lífefna- og sameindalíffræði og hafa rannsóknirnar oft og tíðum verið í alþjóðlegu samstarfi. Hann hefur á sínum ferli leitt fjöldamörg samstarfsverkefni, þar á meðal uppbyggingu Djúptæknikjarna í Vatnsmýrinni, og í hans verkefnum hefur reynt á að koma á breytingum í hugsun hvað varðar samvinnu einstaklinga frá ólíkum sviðum, stofnunum og fyrirtækjum.

Lesa meira

Kastað fram af svölum og lögreglu ógnað með hníf

Ofbeldishegðun í samfélaginu hefur aukist töluvert undanfarin misseri og hefur lögregla miklar áhyggjur af stöðunni segir á facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Lesa meira

Lokaorðið Dugnaður er dyggð - Leti er löstur

Frá landnámi hefur vinnusemi verið okkur Íslendingum í blóði borið. Það er meginstef í sjálfum Íslendingasögunum að dugnaður sé dyggð en leti löstur. Það var í sjálfu sér eðlilegt í harðri lífsbaráttu, hvort sem var til sjávar eða sveita. Fólk þurfti að vera að vinna frá morgni til kvölds til að svelta ekki.

Lesa meira

Jón Hjaltason óflokksbundinn um lóðir við Miðholt Réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða

„Ég tel því réttast að falla frá hugmyndum um fjölgun íbúða á umræddum lóðum, heldur ætti að fækka þeim eða jafnvel falla alveg frá öllum byggingaframkvæmdum við Miðholt 1-9,“ segir Jón Hjaltason óflokksbundinn fulltrúi í skipulagsráði Akureyrar.

Lesa meira

Hopp fær 5 ára samning en ekki einkaleyfi

Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt að gera 5 ára þjónustusamning við rekstraraðila Hopps Akureyri.

Lesa meira

Tungumálatalandi doktor sem fer á milli á tveimur jafnfljótum

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Romain Chuffart er Nansen prófessor í heimskautafræðum.

Lesa meira

Leikfélag Dalvíkurbyggðar – Fram og aftur

Leikfélag Dalvíkurbyggðar fær hrós í hástert fyrir metnaðarfulla og vandaða uppfærslu á verkinu Fram og aftur eftir bandaríska leikskáldið Sean Grennan. Leikritið, sem nú er sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, er bæði heillandi og hugljúf hugleiðing um tímann, ákvarðanir sem móta líf okkar, og þá sem við deilum þeim með.

Lesa meira

Sameiningaviðræður Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Lesa meira

Á hvaða hátt gerir kennsla gæfumuninn í námi?

Háskólinn á Akureyri (HA) í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS), Akureyrarbæ og Kennarasamband Íslands (KÍ) bjóða til Ráðstefnu um gæði kennslu.

Lesa meira

Framkvæmdir við hringtorg hefjast í byrjun apríl

Skrifað hefur verið undir verksamning við fyrirtækið Nesbræður um gerð hringtorgs og göngu- og hjólastíga við Lónsá, á mótum Hörgársveitar og Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Umferð hópferðabíla um Innbæinn til skoðunar

Umferð hópferðabíla um Innbæinn á Akureyri var til umræðu á fundi skipulagsráðs en á þeim fundi var lagt fram erindi frá Jóhanni Garðari Þorbjörnssyni um það efni.

Lesa meira

Gaza getur ekki beðið lengur - Kröfuganga til stuðnings Palestínu

Laugardaginn 22. mars nk. kl. 14 standa meðlimir í félaginu Ísland-Palestína fyrir kröfugöngu á Akureyri til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart ástandinu í Palestínu. Kröfugangan hefst við Akureyrarkirkju, gengið verður niður Gilið, inn Göngugötuna og að Ráðhústorgi, þar sem verður ræðuhald. 

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar í Listasafni Akureyrar

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafni Akureyrar á laugardag, 22. mars kl. 15.Sýning Emilie Palle Holm, nefnist Brotinn vefur, og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Í fullri fjöru,. Á opnun verður listamannaspjall með Emilie kl. 15.45 og leiðsögn með Helgu Páleyju kl. 16.15.

Lesa meira

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands skrifar á www.northiceland.is grein í dag um neikvæð áhrif  innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna á landsbyggðinni.

 

Lesa meira

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá maí til loka september

Göngugatan verður lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja frá 1. maí til 30. september 2025.

Málið var tekið fyrir og afgreitt á fundi bæjarstjórnar 18. mars 2025 þar sem tillaga um breytingu á samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Lesa meira

Bæjarstjórinn í heimsókn í Grímsey

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, heimsótti Grímsey ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga samtal við íbúa eyjunnar og fara yfir málefni sem snúa að aðkomu heimamanna.

 

Lesa meira

MOTTUMARSDAGURINN er í dag

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er lögð áhersla á tengingu lífsstíls og krabbameina.

Lesa meira

Norðurhjálp opnar við Óseyri á morgun

„Við erum mjög spenntar og hlökkum mikið til að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaði Norðurhjálpar. Markaðurinn verður opnaður á morgun á nýjum stað, Óseyri 18 og segir hún að starfsemi markaðarins rúmist þar ágætlega þó húsnæðið sé aðeins minna en áður var til umráða. Norðurhjálp opnar á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 13.

 

Lesa meira

Ræktum fram­tíðina: Ungt fólk og mat­væla­fram­leiðsla

Það er kominn tími til að hugsa upp á nýtt hvernig við stuðlum að nýsköpun og nýliðun á landsbyggðinni. Hugmyndin um „Nýjar rætur“ er liður í þessu. Með þessari hugmynd er komið til móts við ungt fólk sem vill hefja matvælaframleiðslu, fóðurframleiðslu eða skógrækt.

Lesa meira

Viljum gera enn betur

SAk kemur vel út í stórri starfsumhverfiskönnun,  um er að ræða er viðamikila starfsumhverfiskönnun sem hefur það að markmiði að styrkja starfsumhverfi í opinberri þjónustu. 

 

Lesa meira

Slippurinn Akureyri vinnur að smíði nýs vinnsludekks fyrir Hildi SH 777

Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna."

Lesa meira

Tveir Íslandsmeistarar í VMA

Nemendur Verkmenntaskólans á Akureyri stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti í iðn- og verkgreinum sem haldið var í Laugardagshöll um liðna helgi. Alls tóku átta nemendur þátt í Íslandsmótinu. Tveir Íslandsmeistaratitlar voru í húsi eftir mótið, annars vegar í rafvirkjun og hins vegar í rafeindavirkjun.

 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opin gestavinnustofa – Sawako Minami

Japanska listakonan Sawako Minami hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur og laugardaginn 22. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin gestum og gangandi.

Lesa meira