Ef góður tími er settur í undirbúningsvinnuna gæti uppskeran orðið góð
Hættu þessu bulli, þú veist að þetta er rétt hjá mér. Þetta er svona og hættu nú!
Hvernig myndi þér líða ef vinnufélagi eða maki talaði við þig á þennan hátt? Hvaða tilfinningum myndir þú finna fyrir? Kannski reiði, depurð, særindum, brostnum vonum, ef til vill skömm. En hvernig heldur þú að barninu þínu liði ef þú talar við það á þennan hátt?