Á mynd með köppunum þremur er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri, Bergur Jónsson yfirlögregluþjónn og Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn Myndir Lögreglan
Á dögunum létu þrír góðkunnir lögreglumenn af störfum vegna aldurs en frá þessu er greint á Facebooksíðu embættisins, þar segir:
,,Í vikunni héldum við kveðjuhóf af því tilefni að þrír mætir lögreglumenn hafa látið af störfum hjá okkur nýverið og hafið töku eftirlauna. Þetta eru þeir þungavigtarmenn Friðrik Sæmundur Sigfússon, Jóhannes Sigfússon og Sigurður Unnsteinn Sigurðsson.
Þeir hafa allir skilað lögreglunni og samfélaginu meira en 40 árum í starfi, sinnt þar fjölbreyttum verkefnum og marga fjöruna sopið á starfsævinni. Þeim voru þökkuð farsæl störf í þágu borgaranna."
