
Stjórnin með tónleika í Hofi um aðra helgi
„Það verður heilmikið stuð á tónleikunum. Sigga hefur lofað því að láta gamminn geysa og hún gengur ekki á bak orða sinna,“ segir Grétar Örvarsson en hljómsveitin Stjórnin verður á ferðinni í Hofi á Akureyri um aðra helgi, laugardagskvöldið 4. október kl. 21. „Við byrjum ekki fyrr en klukkan níu til að gefa fólki kost á að gera meira úr kvöldinu með því að fara út að borða kjósi það að hafa þann háttinn á.“