Mennta- og barnamálaráðherra heimsótti framhaldsskóla bæjarins
Guðmundur Ingi Kristjánsson, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti VMA og MA í gær ásamt aðstoðarmanni sínum og tveimur starfsmönnum ráðuneytisins. Ráðherra hefur að undanförnu heimsótt framhaldsskóla og hyggst ná því takmarki að heimsækja þá alla á næstu dögum og vikum.