
Skemmtileg hefð
Þann 10. júní síðastliðinn komu skemmtiferðaskipin Emerald Princess (Princess Cruises) og Viking Vela (Viking Ocean Cruises) í sínar fyrstu heimsóknir til Akureyrar.
Þann 10. júní síðastliðinn komu skemmtiferðaskipin Emerald Princess (Princess Cruises) og Viking Vela (Viking Ocean Cruises) í sínar fyrstu heimsóknir til Akureyrar.
Bíladagar á Akureyri hefjast á morgun, föstudaginn 13. júní. Öll formleg dagskrá fer fram á aksturssvæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg, fyrir utan bílasýninguna 17. júní í Boganum.
Sveitarstjórar sveitarfélaga innan SSNE og framkvæmdastjóri samtakanna áttu í morgun fund með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem þau lýstu áhyggjum af stöðu flutningskerfis raforku á svæðinu. Fundurinn var haldinn að frumvæði sveitarfélaganna sem vilja tryggja að raforkuinnviðir hamli ekki áframhaldandi atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi eystra.
„Verslun okkar á Akureyri er með vinsælli verslunum okkar,“ segir Ingimar Jónsson forstjóri Pennans. Nú eru 25 ár liðin frá því Penninn Eymundsson opnaði verslun sína á Akureyri og af því tilefni verða allar vörur á 25% afslætti fimmtudag, föstudag og laugardag.
Velferðarnefnd hefur haft til umfjöllunar nú í vor frumvarp til laga um breytingar á lögum um sjúkratryggingar. Yfirlýst markmið þessa frumvarps er að stytta þann tíma sem tekur að bjóða upp á nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og þar með tiltekna meðferð. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til er að fest verði í lög ákvæði um greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi.
Heilbrigðisráðherra hefur tryggt fjármagn sem gerir Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) kleift að innleiða heilaörvunarmeðferð einstaklinga með meðferðarþrátt þunglyndi. Áætlað er að á upptökusvæði SAk séu um 240 einstaklingar sem gætu nýtt sér slíka meðferð árlega. Rannsóknir sýna að meðferðin skilar miklum árangri, eða um 60-70% í hópi einstaklinga sem þjást af meðferðarþráu þunglyndi en hafa lítið gagn af hefðbundinni meðferð, s.s. lyfjum og hugrænni atferlismeðferð.
Stjórnendur Framsýnar og Framhaldsskólans á Húsavík hafa undanfarið átt í viðræðum um nýjan stofnanasamning fyrir starfsmenn skólans sem starfa eftir kjarasamningi félagsins. Viðræðurnar gengu mjög vel og kláruðust þær í gærmorgun með undirskrift aðila.
Um helgina fór fram Gull- og Silfurmótið Akureyri Open í boði Sportver. Mótið var haldið af Frisbígolffélagi Akureyrar og fór fram á frisbígolfvellinum við tjaldstæðið á Hömrum. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og tóku 83 keppendur þátt víðsvegar að af landinu.
Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta létu keppendur það ekki trufla sig og stemningin var frábær alla helgina.
Það var dularfull stemning í aðdraganda þess að ræða átti trúnaðarmál bæði í fræðslu- og lýðheilsuráði og í bæjarráði þann 22. maí sl. Ekki lá fyrir hvað ætti að ræða og engin gögn voru lögð fram fyrir fundinn. Á fundi bæjarráðs var svo tilkynnt að „ákvörðun hefði verið tekin“ um að leggja niður núverandi skipulag forvarna- og frístundamála hjá Akureyrarbæ. Átti að tilkynna starfsfólki breytingarnar síðar sama dag.
Á fimmtudag 12. júní klukkan fimm verður tveimur splunkunýjum verkum eftir tvo frábæra og ólíka listamenn í Pastel ritröð fagnað í Sigurhæðum á Akureyri.
Fimmtudaginn 12. júní mun Listasafnið á Akureyri bjóða hunda og eigendur þeirra velkomna á sérstakt hundakvöld. Opið verður frá kl. 19 til 22 og ókeypis inn fyrir eigendur í fylgd hunda
Samkvæmt tölum úr Þjóðskrá fjölgaði fólki á Norðurlandi eystra frá 1 des. sl. til 1 júni s.l um 157 manns eða um 0,5%. Þetta er sama fjölgun og var á landsvísu á sama tima.
Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hefur ráðið Bjarka Björnsson sem forstöðumann fjármögnunar og fjárstýringar og Axel Valdemar Gunnlaugson í starf forstöðumanns upplýsingatækni.
Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Skúla Lórenz Tryggvasyni sem óskaði eftir svæði til að setja upp litaboltavöll (e. paintball).
Àrlega hőldum við sjómannadaginn hátíðlegan. Við hugsum til sjómanna, sem finnast í flestöllum ef ekki öllum íslenskum fjölskyldum, heiðrum þá og gleðjumst með þeim. Það er misjafnt hve mikinn þátt fólk tekur í þessum hátíðarhöldum. Sumir fylgjast vel með dagskrá hátíðarhaldanna, á meðan aðrir láta sér nægja eitthvað betra með kaffinu.
Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Ríki sem þar eiga hagsmuna að gæta þurfa að fylgjast vel með og vera reiðubúin að bregðast við öðrum vendingum á svæðinu. Á meðan hnattræn hlýnun ógnar umhverfi, samfélögum og opnun skipaleiða – þá hefur innrásarstríð Rússa í Úkraínu leitt til þess að vonir um friðsæl samskipti á Norðurslóðum hafa dvínað verulega.
Ég er enn í sjokki. Taugaáfalli. Og tilefnið, Jú, í gær varð ég barni að bana – næstum því. Veit ekki enn hvaða kraftaverk kom í veg fyrir þá miklu óhamingju. Öskur eða eitthvað sem undirmeðvitundin skynjaði - þótt augað sæi ekki. Tildrögin. Ég var að koma niður Krákustíg hjá Amtsbókasafninu þegar eitthvað skaust á örskotshraða fyrir steyptan garðvegginn, niður gangstéttina með fram Oddeyrargötu.
Á síðustu 20 árum hefur íbúum á Íslandi fjölgað um tæp 100 þúsund eða um þriðjung (33%). Langstærstur hluti þessar fjölgunar hefur átt sér stað á suðvesturhorni landsins. Ef skoðuð er íbúaþróun í þeim sveitarfélögum sem í dag mynda sveitarfélagið Þingeyjarsveit, en voru fyrir aldarfjórðung 6 hreppir, kemur upp ólík mynd. Þann 1. janúar 2005 töldu sveitarfélögin (þá þrjú) 1.399 manns en þann 1. janúar sl. bjuggu 1.453 Þingeyjarsveit. Því hefur íbúum fjölgað hér um tæp 4% á sama tíma og landsmönnum fjölgaði um þriðjung.
Tveir styrkir komu í hlut Akureyrarbæjar við úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamanna, samtals um 46 milljónir króna.
GeoSilica færir út kvíarnar og hefur starfsemi í nýju húsi á fjölnýtingarlóð Landsvirkjunar á Þeistareykjum komandi haust. Fyrirtækið hefur samið við Landsvirkjun um leigu á húsinu, afhendingu auðlindastrauma á Þeistareykjum og samstarf til næstu áraSamstarfið markar upphaf fjölnýtingar á Þeistareykjum til framtíðar.
Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Garðars er afar öflug
Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri fékk á dögunum einstaka gjöf þegar nemendur í 5., 6. og 7. bekk Síðuskóla ákváðu að leggja 550.000 krónur inn á styrktarreikning deildarinnar. Upphæðin safnaðist með sölu á handverki og veitingum sem nemendur stóðu fyrir á Barnamenningarhátíð í apríl.
Umsóknir í Háskólann á Akureyri hafa aldrei í sögu skólans verið fleiri, en alls bárust um 2.340 umsóknir að þessu sinni. Þetta er um 15% aukning frá síðasta ári og rúmlega 8% aukning frá árinu 2018, sem var fyrra metár umsókna við háskólann.
Kjarnafæði Norðlenska gekk frá kaupum á sláturhúsi, kjötvinnslu og verslun B. Jensen í seinustu viku.
Samningur milli HN og verktakafyrirtækisins Húsheildar/Hyrnu um byggingu fyrsta hússins á Torfunefssvæðinu hefur verið undirritaður og markar ákveðin skref í uppbyggingu svæðisins.
Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin í fyrsta skiptið dagana 18.–22. júní 2025. Öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra standa að hátíðinni og stefnt er að því að viðburðir fari fram sem víðast í öllum landshlutanum.
Felix Mendelssohn (Bartholdy) er talinn hafa verð einn mesti tónsnillingur allra tíma. Undrabarn sem á sinni stuttu 38 ára æfi samdi eina fallegustu tónlist veraldar. Jafnvel önnur tónskáld kölluð hann "hinn nýja Bach" m.a. Liszt, Schumann og Berlioz.