Stjórnin með tónleika í Hofi um aðra helgi

„Það verður heilmikið stuð á tónleikunum. Sigga hefur lofað því að láta gamminn geysa og hún gengur ekki á bak orða sinna,“ segir Grétar Örvarsson en hljómsveitin Stjórnin verður á ferðinni í Hofi á Akureyri um aðra helgi, laugardagskvöldið 4. október kl. 21. „Við byrjum ekki fyrr en klukkan níu til að gefa fólki kost á að gera meira úr kvöldinu með því að fara út að borða kjósi það að hafa þann háttinn á.“

Lesa meira

Orkusalan kaupir söluhluta Fallorku

Orkusalan hefur samið um kaup á söluhluta Fallorku, dótturfélagi Norðurorku sem er í 98% eigu Akureyrabæjar. Tvö bindandi tilboð bárust í sölusvið Fallorku og var ákveðið að ganga til samninga við Orkusöluna.

Lesa meira

Hjúkrunarfræðingar fylltu Hof

Húsfyllir var í menningarhúsinu Hofi þegar rúmlega 500 hjúkrunarfræðingar komu saman af öllu landinu á vísindaráðstefnuna Hjúkrun 2025.

Lesa meira

Tilkynning: Kría og Drift EA í samstarf

Nýsköpunarsjóðurinn Kría og Drift EA hafa gert með sér samstarfssamning til eflingar á frumkvöðlastarfi og nýsköpunar á Íslandi. Með þessu samstarfi styður Nýsköpunarsjóðurinn Kría við starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð nýsköpunar og vaxtarmöguleika sprotafyrirtækja á landsvísu. Eins mun Drift EA hafa aðgengi að aðstöðu hjá Kríu þegar þau heimsækja höfuðborgarsvæðið.

Frá þessu segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst nú rétt í þessu, þar segir ennfremur

Lesa meira

Tilkynning: Kría og Drift EA í samstarf

Nýsköpunarsjóðurinn Kría og Drift EA hafa gert með sér samstarfssamning til eflingar á frumkvöðlastarfi og nýsköpunar á Íslandi. Með þessu samstarfi styður Nýsköpunarsjóðurinn Kría við starfsemi Driftar EA og tekur virkan þátt í að styrkja umgjörð nýsköpunar og vaxtarmöguleika sprotafyrirtækja á landsvísu. Eins mun Drift EA hafa aðgengi að aðstöðu hjá Kríu þegar þau heimsækja höfuðborgarsvæðið.

Frá þessu segir í tilkynningu sem fjölmiðlum barst nú rétt í þessu, þar segir ennfremur

Lesa meira

Jól í skókassa

Enn á ný er kvatt til þátttöku í verkefninu Jól í skókassa. Þetta er tuttugasta og annað árið í röð sem það er haldið. Á þessum rúmlega 20 árum höfum við sent börnum og ungmennum í Úkraínu um það bil eitt hundrað þúsund jólagjafir.

Lesa meira

Sorglegt að málið hafi farið í þennan farveg

„Þetta er afskaplega sorglegt mál og leitt til þess að hugsa að það hafi farið í þennan farveg, því vel var hægt að grípa inn í miklu fyrr,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Íbúðarhús að Hamaragerði 15 á Akureyri var boðið upp í vikunni, en HNE hefur staðið í miklu stappi við lóðarhafa um að sinna tiltekt á lóðinni sem er full af bílum í mismunandi ástandi. Um var að ræða framhaldssölu, en upphaf uppboðs hafði þá þegar farið fram.

Lesa meira

Borun á Ytri Haga

Á heimasíðu Norðurorku er  í dag ítarleg  og fræðandi frásögn af borun á fyrstu djúpu vinnsluholunni við Ytri-Haga á Árskógsströnd.  Holan var boruð í sumar  og sáu starfsfólk Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um verkið  og jarðborinn Sleipnir notaður.

Lesa meira

Gott ferðamannasumar í Hrísey

Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Hríseyjar að sumarlagi hefur aukist jafnt og þétt um árin, jafnt þeir sem koma í dagsheimsóknir og þeir sem dvelja lengur. Því fylgja bæði tækifæri og áskoranir segir í fundargerð Hverfisnefndar Hríseyjar. Þrjár hátíðir voru haldnar í Hrísey á liðnu sumri og gengu allar vel.

Lesa meira

Nýr slökkviliðsbíll til Grímseyjar

Fjórum nýjum, sér útbúnum slökkvibílum hefur verið ekið á fjóra innanlandsflugvelli víða um land þar sem þeir verða afhentir til notkunar. Bílarnir verða notaðir til viðbragðs á flugvöllunum á Bíldudal, Gjögri, í Grímsey og á Hornafirði. Bílarnir eru af gerðinni Ford F550 og voru gerðar á þeim breytingar í Póllandi

Lesa meira

Verkmenntaskólinn á Akureyri - Sveinspróf í vélvirkjun um liðna helgi

Um liðna helgi var sveinspróf í vélvirkjun í húsakynnum málmiðnbrautar VMA. Sveinsprófinu var skipt upp í skriflegt próf, smíðaverkefni, bilanaleitarverkefni, slitmælingarverkefni, suðuverkefni, frágang smíðaverkefnis og vinnuhraða við smíðaverkefnið og var hver þáttur metinn sérstaklega. Standast þurfti alla prófþætti prófsins til að ljúka sveinsprófinu.

Lesa meira

„Fyrir fólk sem vill upplifa eitthvað einstakt“

Matur, hönnun og nýsköpun á HönnunarÞingi 2025

Lesa meira

Í kjölfar Kveiks - Að gefnu tilefni

Í ljósi þáttar Kveiks varðandi snyrtistofur þá ætla ég að fá að koma með nokkra punkta til að bæta við þetta mál.

 
Lesa meira

Listaverkið við ÚA eins og nýtt:

Listaverkið "Mitt á milli nálægðar og endalausrar fjarlægðar", sem stendur við inngang fiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa við Fiskitanga, hefur verið lýst upp. 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Fimm sýningar opnaðar á laugardaginn kl. 15

Laugardaginn 27. september kl. 15 verða fimm sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Óli G. Jóhannsson – Lífsins gangur, Bergþór Morthens – Öguð óreiða, Barbara Long – Himnastigi, Sigurd Ólason – DNA afa og sýndarveruleika innsetningin Femina Fabula. Á opnun verður boðið upp á listamannaspjall með Bergþóri Morthens og Barbara Long kl. 15.45 auk þess sem Kristján Ingimarsson verður með kynningu á Femina Fabula kl. 16.10.

Lesa meira

Guðmundur í Nesi í slipp á Akureyri

Togari Útgerðarfélags Reykjavíkur, Guðmundur í Nesi, sem nú er í slipp á Akureyri. Slippurinn hefur í mörg ár sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir útgerðir víða af landinu og byggt upp góða aðstöðu og þekkingu til verksins.

Lesa meira

„Mér finnst haustin æðisleg" Guðrún Kristín Björgvinsdóttir umsjónamaður Lystigarðsins í viðtali við vef Akureyrarbæjar.

Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, umsjónamaður Lystigarðsins á Akureyri, hefur unnið í garðinum í tæp 11 ár. Guðrún, sem elskar haustið, er Akureyringur vikunnar á facebooksíðu Akureyrarbæjar

Lesa meira

Heimsþekktir listamenn með tónleika á Akureyri

Það er ekki á hverjum degi sem heimsþekktir listamenn heimsækja Akureyri. Sönghópurinn Voces8 heldur tónleika ásamt finnska konsertorganistanum Pétri Sakari og Kammerkór Norðurlands í Akureyrarkirkju mánudagskvöldið 29. september kl. 20:00. 

Lesa meira

Þórsvöllur - Stefnt að því að leggja nýja gervigrasið í næstu viku

Góður gangur er nú á  framkvæmdum við nýjan gervigrasvöll á Þórsvellinum, en eftir rigningarkafla er allt farið á fljúgandi ferð á ný.  Heimasíða félagsins  segir svo frá.

Lesa meira

Amtsbókasafnið á Akureyri - Alþjóðlegt eldhús 2025

Góð aðsókn var á viðburðinn alþjóðlegt eldhús sem haldinn var á Amtsbókasafninu á Akureyri á dögunum, en nær fjögur hundruð manns mættu og gæddu sér á mat frá um tíu löndum.

Vel var haldið utan um viðburðinn, skipulagning til fyrirmyndar og gestir afar glaðir, saddir og sáttir. Sómalía, Panama, Japan, Þýskaland, Bæjaraland, Úkraína, Lettland o.fl. buðu upp á fjölbreytilegan mat, hvort sem um var að ræða sætt eða ósætt, forrétt, aðalrétt eða eftirrétt.

Lesa meira

Lokaorðið - Mitt hjartans mál

Annar unglingurinn á heimilinu hefur verið í ökunámi undanfarnar vikur. Náköld krumla angistarinnar hefur gripið um hjarta mitt og herðir tökin dag frá degi. Æfingaaksturinn er framundan og kvíðinn er allsráðandi. Skyldi ég komast lífs af frá æfingaakstri með unglingi sem hvorki kann að, taka fötin sín upp af gólfinu, laga til í herberginu sínu, búa um rúmið sitt, né setja saman kurteislega orðaða setningu í samtali við móður sína. Illur grunur hefur læðst að mér undanfarnar vikur þegar vinir hafa komið í heimsókn til unglingsins og á meðan þeir dvelja inn í herbergi hans rignir til mín tölvupóstum um að barnið hafi staðist hin og þessi prófin í þessu og hinu í ökuskóla í netheimum. Ég tel rétt að ganga frá mínum málum áður en æfingaaksturinn hefst.

Lesa meira

Við vorum líka með plan

Húsnæðismál eldri borgara á Akureyri hafa kallað á frekari athygli og úrbætur og ekki síst eftir að upp kom mygla á Hlíð haustið 2022. Endurbætur hafa enn ekki hafist á þeim 22 hjúkrunarrýmum sem tekin voru úr notkun og ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um framtíð austurálmu Hlíðar sem er illa farin. Þetta hefur valdið fráflæðisvanda á SAk, aukið álag á stuðningsþjónustu og aðstandendur og ekki síst íbúa okkar sem svo nauðsynlega þurfa á þessari þjónustu að halda.

Lesa meira

Fréttatilkynning Nýsköpunarsjóðurinn Kría opnar fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur opnað fyrir umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra. Viðskiptahugmyndin sem félagið byggir á þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nýtist vel við framgang félagsins. Félög af landsbyggðinni eru sérstaklega hvött til að sækja um fjárfestingu.

Lesa meira

Heilabilun – sjúkdómurinn sem hittir sífellt fleiri!

Að greinast með heilabilunarsjúkdóm er oftast mikið áfall, ekki eingöngu fyrir þann sem greinist heldur alla sem að honum standa. Heilabilun er í raun fjölskyldusjúkdómur því hann snertir alla sem næst sjúklingnum standa og þegar á líður verður álagið oftast mjög mikið.

Lesa meira

Barátta sveitarstjórnar Norðurþings fyrir auknum byggðakvóta til Raufarhafnar

Sveitarstjórn Norðurþings hefur á undanförnum árum barist fyrir auknum byggðakvóta og sértækum byggðakvóta til Raufarhafnar. Bókanir þess efnis hafa reglulega verið sendar til þingmanna, ráðherra og Byggðastofnunar.

Lesa meira

Tafir á skýrslu vegna lokunnar austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar.

Í gær 20.september voru liðnir sjö mánuðir frá að ósk níu þingmanna um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ynni skýrslu vegna lokunnar austur- vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar var samþykkt á Alþingi.

Vegna þessara miklu tafa sem hafa orðið á afhendingu skýrslunnar og nú þegar nýtt þing er hafið þarf á nýjan leik að leggja fram beiðni um að þessi skýrsla sé unnin.

Lesa meira

Svalbarðsstrandahreppur Nýtt útivistasvæði neðan Gróðurreits

Svalbarðsstrandarhreppur vinnur nú að því að koma upp glæsilegu útivistarsvæði neðan Gróðurreits. Markmiðið er að skapa skemmtilegan samkomustað fyrir íbúa og gesti, þar sem allir geta notið útiveru og samveru í fallegu umhverfi.

Lesa meira