
Mikil fækkun í komum skemmtiferðaskipa á næstu árum
„Það lítur út fyrir umtalsverða fækkun í komum skemmtiferðaskipa til okkar hafna á næstu tveimur árum,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir verkefna- og markaðsstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands. Hafnir samlagsins eru á Akureyri, Grímsey og Hrísey. Samkvæmt bókunum sem nú liggja fyrir fækkar skipum sem hafa viðkomum í höfnum HN um ríflega 100 milli áranna 2024 og 2027, farþegum um 44 þúsund og með þeim rúmlega 1,2 milljarða króna innkoma í hagkerfið.