
Múmínskógur tekur á sig mynd
Nýr og glæsilegur 8 metra hár kastali hefur verið reistur í Kjarnaskógi. Hann er á svæði skammt frá Kjarnavelli. Nýir stígar voru lagðir að svæðinu og útbúinn ævintýralegur Múmínlundur þar sem kræklóttar greinar síberíulerkis setja dularfullan svip sinn á umhverfið.