Eyjafjarðarsveit - Jóla og áramótakveðja sveitarstjóra
Ég vaknaði snemma í morgun, á Þorláksmessu, það var í raun ennþá nótt og Eyfirska lognið á duglegri hreyfingu. Það var samt ákveðin kyrrð í vindinum og enginn annar farinn á ról þegar ég rölti mér í vinnuna. Það voru allir sofandi heima, komnir í frí svo það var gott að taka daginn snemma. Eyjafjarðará liðaðist á móti mér niður dalinn eins og hún hefur gert frá örófi alda; hún nærir jörðina, gefur landbúnaðarhéraðinu líf og flytur með sér efnivið sem skapað hefur grunn að traustu samfélagi við Eyjafjörð.
Björg EA 7 við ÚA bryggjuna á Akureyri
Kaldbakur EA 1 við bryggju á Dalvík.
Harðbakur EA 3 við bryggju á Dalvík.