Listasafnið á Akureyri - Leiðsögn um sýningu á verkum Óla G.
Boðið verður upp á leiðsögn um yfirlitssýningu á verkum Óla G. Jóhannssonar, Lífsins gangur á Listasafninu á Akureyri. Þá munu sýningarstjórarnir Sigríður Örvarsdóttir, safnstjóri, og Magnús Helgason, myndlistarmaður, segja gestum frá sýningunni og einstaka verkum. Aðgangur er innifalinn í miðaverði Listasafnsins.