Mikil fækkun í komum skemmtiferðaskipa á næstu árum

„Það lítur út fyrir umtalsverða fækkun í komum skemmtiferðaskipa til okkar hafna á næstu tveimur árum,“ segir Jóhanna Tryggvadóttir verkefna- og markaðsstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands. Hafnir samlagsins eru á Akureyri, Grímsey og Hrísey. Samkvæmt bókunum sem nú liggja fyrir fækkar skipum sem hafa viðkomum í höfnum HN um ríflega 100 milli áranna 2024 og 2027, farþegum um 44 þúsund og með þeim rúmlega 1,2 milljarða króna innkoma í hagkerfið.

Lesa meira

Eyrarrokk – lítil tónleikahátíð með stórt hjarta

Helgina 3. – 4. október var haldin tónleikahátíðin Eyrarrokk. Þetta var fimmta hátíðin á jafn mörgum árum og hefur hún vaxið og dafnað með árunum og nú er svo komið að miðarnir seljast eins og heitar lummur um leið og tónleikarnir eru auglýstir. Það er nú ekki oft sem maður ákveður í maí hvað maður ætlar að gera í október.

Lesa meira

Dag- og göngudeild geðdeildar Opið hús á morgun föstudag

Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins á morgun, 10. október, ætlar starfsfólk dag- og göngudeild geðdeildar SAk að opna dyrnar og bjóða gestum að kynna sér starfsemina, tækjabúnað og aðstöðu.

Lesa meira

Góður vöxtur hjá Rauða krossinum

Árið 2018 lögðum við í Rauða krossinum við Eyjafjörð af stað í markvissa vegferð við að efla starfsemina okkar enn frekar með aukningu sjálfboðaliða og verkefna ásamt því að standast með glæsibrag allar þær auknu gæða- og fagkröfur sem lagðar hafa verið á starfsemina. Eftir mikla vinnu er skemmtilegt og gefandi að staldra nú við og skoða hvernig okkur hefur gengið að ná markmiðum okkar.

Lesa meira

SAk - Finndu jafnvægið fyrir norðan

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) hefur hrundið af stað nýrri kynningarherferð undir yfirskriftinni Finndu jafnvægið fyrir norðan sem miðar að því að vekja athygli á fjölbreyttum og spennandi atvinnutækifærum lækna á SAk

Lesa meira

Ógleymanleg stund

Hún var tilfinnningarík stundin í gær þegar þrír félagar af síðutogaranum Harðbak EA 3 hittust á nýjan leik það voru þeir Arngrímur Jóhannsson, Steingrímur Antonsson  og Jón Björnsson Aspar.  Reyndar voru Arngrímur og Jón að hittast í fyrsta sinn síðan í lok veiðiferðar Harðbaks á Nýfundalandsmið í febrúar 1959!

Lesa meira

Vinakaffi og bleikar slaufur í Hrísey

Kvenfélag Hríseyjar situr ekki auðum höndum þessa dagana. Í gær, þriðjudaginn 7. október stóðu félagskonur að Vinakaffi í tilefni að Viku einmannaleikans. Salurinn í Hlein var fullur af lífi og fjöri og á fimmta tug eyjaskeggja komu saman og nutu samverunnar. Á boðstólum var dásamlegt kaffibrauð ásamt kaffi og safa fyrir yngri gestina.

Lesa meira

Laugardagskaffi Hollvina Húna.

N.k laugardaginn 11. október kl 10.00 til kl 11.30 hefst hollvinakaffi Húna um borð í bátnum sem liggur við fiskihöfnina. 

Lesa meira

Drift EA hefur valið sjö nýsköpunarfyrirtæki í Hlunninn.

Í júní 2025 fengu 18 verkefni inngöngu í Slipptökuna - nýsköpunarhraðal Driftar EA. Þar fengu teymin markvissa leiðsögn, aðgang að sérfræðingum og tækifæri til að þróa hugmyndir sínar áfram. Að loknum kynningum fyrir stjórn Driftar EA á lokadegi Slipptökunnar júní sl. voru sjö þeirra valin áfram í Hlunninn, sem veitir áframhaldandi heildstæða og sérsniðna aðstoð í allt að 12 mánuði.

Lesa meira

Listamannsspjall með Margréti Jóns og seinasti sýningardagur í Sigurhæðum

Laugardagurinn 11. október er seinasti sýningardagur á verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu, en eins og kunnugt er gerði Margrét einstök leirverk í formi persónuskúlptúra og myndaramma, sem hún vann sérstaklega fyrir Sigurhæðir í ár.

Lesa meira

A! Gjörningahátíð hefst á fimmtudaginn

A! Gjörningahátíð fer fram á Akureyri 9.-12. október næstkomandi. A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í ellefta sinn, og er ókeypis inn á alla viðburði.

Lesa meira

Sérfræðihjúkrun eflir heilbrigðisþjónustu í dreifbýli

Hjúkrunarfræðingar á litlum heilsugæslum í dreifbýli sinna oft fjölbreyttari verkefnum en á stærri stöðum. Jóna Ósk Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá HSN í Reykjahlíð, hefur nýlokið meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á heilsugæslu á landsbyggðinni frá Háskólanum á Akureyri.

Lesa meira

Sparisjóður Þingeyinga veitir HSN styrk að fjárhæð kr 4.000.000,- til tækjakaupa

Á aðalfundi Sparisjóðs Þingeyinga var tilkynnt ákvörðun um að veita Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) styrk til tækjakaupa að fjárhæð kr 4.000.000,-. Styrkveitingin er í samræmi við stefnu Sparisjóðsins að styðja við samfélagið á svæðinu.

 

Lesa meira

VMA - Þrettán í kvöldskóla í húsasmíði

Við upphaf haustannar hóf nýr þrettán nemenda hópur nám í húsasmíði við byggingadeild VMA. Þetta er þriðji hópurinn í kvöldskóla í húsasmíði við skólann, hópur tvö brautskráðist frá skólanum sl. vor.

Lesa meira

Ályktun vegna niðurlagningar heilsueflandi heimsókna hjá HSN

Haustfundur Kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit, haldinn 25. september 2025, sendir eftirfarandi áskorun til framkvæmdastjórnar HSN

Lesa meira

4000 fundir hjá Rótarýklúbbi Akureyrar frá árinu 1938

Félagar í Rótarýklúbbi Akureyrar komu saman í liðinni viku og héldu hátíðlegan fund númer 4000. Klúbburinn var stofnaður árið 1938 og er því 87 ára gamall, en formlegur stofnfundur var haldinn í byrjun september það ár. Rótarýklúbburinn er starfsgreinaklúbbur og leitast er við að í honum sé fólk úr sem flestum starfsgreinum Mikið er lagt upp úr því að heimsækja fyrirtæki og stofnanir til að kynnast fjölbreyttri starfsemi í bæjarfélaginu og víðar.

Lesa meira

„Það er einfaldlega brekka sem ekki sér fyrir endann á“

-segir Aðalstein Á. Baldursson formaður framsýnar um stöðuna á Bakka

Lesa meira

Að breyta plaststól í leðurstól

Í minningunni var allt auðveldara á yngri árum, var ekki þá að velta skoðana skiptum mikið fyrir mér. Ég var þó ekki há í loftinu þegar ég áttaði mig á því að lífið væri ekki alltaf einfalt.

Lesa meira

Bleikur bær

„Salan á slaufunum fer vel á stað og bærinn að verða bleikur,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar hefjast um aðra helgi, eða 9. október og verður margt um að vera í tilefni af þeim. 

Lesa meira

Frú Ragnheiður býður upp á nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða

„Við þurfum að hafa um það bil 25 til 30 manns í okkar sjálfboðaliðahóp, það má ekki minna vera,“ segja þær Berglind Júlíusdóttir og Edda Ásgrímsdóttir hópstjórar hjá verkefninu Frú Ragnheiður sem Rauði krossinn við Eyjafjörð starfrækir. Frú Ragnheiður vinnur eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar og er lögð áhersla á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hlýst af notkun vímuefna. Nýliðanámskeið fyrir sjálfboðaliða verður haldið dagana 6. og 7. október frá kl. 17 til 22 í Rauða krosshúsinu við Viðjulund.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Guðmundur Ármann fjallar um Óla G. Jóhannsson

Þriðjudaginn 7. október kl. 16.15 heldur Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Óli G. – rómantíski expressíónistinn. Þar mun hann fjalla um myndlist Óla G. Jóhannssonar og gera tilraun til að varpa ljósi á hversu mikilvægt það er fyrir listamanninn að samfélagið sé tilbúið að taka á móti honum og listinni. Aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Harry Potter þemadagar i Glerárskóla

Ævintýraleg stemning hefur ríkt í Glerárskóla þessa viku þar sem Harry Potter þemadagar fara nú fram með pompi og prakt. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn heldur slíka daga, og líkt og áður, er Glerárskóla umbreytt í sjálfan Hogwarts – skóla galdra og seiða.

Lesa meira

Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardag

Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar

Lesa meira

Grundarkirkja 120 ára

Hátíðarmessa í tilefni 120 ára afmælis Grundarkirkju verður haldinn sunnudaginn 5. október kl. 13.00

Lesa meira

Minnisvarði við Skjaldarvík

Minnisvarði hefur verið reistur við Skjaldarvík til heiðurs Stefáni Jónssyni, klæðskerameistara og bónda, sem átti og rak stórbú í Ytri- og Syðri-Skjaldarvík.

Lesa meira

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is.

Lesa meira

Fjögur tilboð bárust í hlut Norðurorku í Skógarböðin

Fjögur tilboð bárust á hlut Norðurorku í Skógarböðin, en tilboðsfrestur rann út síðastliðinn fimmtudag. Stjórn Norðurorku fór yfir þau fjögur óskuldbindandi tilboð sem borist höfðu og fól forstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda. Ekki fengust upplýsingar um þá sem buðu í hlut Norðurorku.

Lesa meira