
,,Þessi umbótavinna hefur verið mikil og krefjandi"
Í kjölfar ítarlegrar úttektar Embættis landlæknis á geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur verið ráðist í umfangsmiklar umbætur til að efla þjónustuna og bæta aðstæður fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Markvisst hefur verið unnið að úrbótaáætlun með það að leiðarljósi að styrkja geðheilbrigðisþjónustu SAk.