Bókaklúbbur ungmenna fær Hvatningarverðlaun Upplýsingar

Bókaklúbbur ungmenna á Amtsbókasafninu á Akureyri hlaut Hvatningarverðlaunum Upplýsingar á Degi læsis og Bókasafnsdeginum fyrr í vikunn. Hrönn Soffía Björgvinsdóttir umsjónarmaður klúbbsins tók við verðlaununum. Hvatningarverðlaunin eru veitt annað hvert ár. Þema dagsins í ár er : Lestur er bestur fyrir sálina.

Lesa meira

BSO áskilur sér rétt til að koma að mótmælum vegna úthlutunar lóðar við Hofsbót

„Allur réttur er áskilinn til að koma að formlegum mótmælum ásamt viðeigandi röksemdum varðandi úthlutun svæðisins sem sveitarfélagið hefur skilgreint sem lóðirnar Hofsbót 1 og 3, en úthlutunin var ekki staðfest af bæjarráði fyrr en á sama fundi og erindi umbjóðenda minna var tekið fyrir,“ segir í bréfi Sunnu Axelsdóttur lögmanns sem hún sendi bæjarráði fyrir hönd Bifreiðastöðvar Oddeyrar.

Lesa meira

10 september alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga.

Í dag 10.september er alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga. Fólk hefur dáið úr sjálfsvígum frá morgni tímans og sú dánarorsök mun alltaf verða partur af mannlífinu ja rétt eins og krabbamein.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Leiðsögn með Margréti Jónsdóttur

Laugardaginn 13. september kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn með Margréti Jónsdóttur um sýningu hennar Kimarek–Keramik í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni lýkur 28. september næstkomandi.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn lokar eftir gott sumar

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 15. september.

Lesa meira

Börnin á Gaza eru okkar börn - Ræða flutt á Ráðhústorgi Akureyri s.l. laugardag

Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum almannaheillafélagsins Vonarbrúar, tók til máls á útifundinum sem fram fór á Ráðhústorginu á Akureyri s.l. laugardag. Tilgangur félagsins er að koma hjálp beint til ungra fjölskyldna á Gaza en aðdragandann má rekja til þess að alþjóðlegum hjálparstofnunum var vísað út af Gaza og starfsfólk þeirra drepið. Vonarbrú styrkir yfir 70 fjölskyldur eftir þörfum en hefur jafnframt styrkt enn fleiri fjölskyldur með stökum styrkjum.

Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja eða ganga í félagið má finna á heimasíðu Vonarbrúar, www.vonarbru.is

Ræða Kristínar kemur hér í kjölfarið.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Allt til enda listvinnustofur um helgina og í október og nóvember

Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri. Þar verður börnum á grunnskólaaldri boðið að vinna verk undir leiðsögn kraftmikils listafólks án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg. Opið er fyrir skráningu í fyrstu listvinnustofuna sem fer fram um næstkomandi helgi, dagana 13. -14. september. Þá mun myndlistarkonan Sigga Björg bjóða börnum í 1.- 4. bekk í teiknivinnustofu þar sem búnar verða til nýjar skepnur sem ekki hafa áður sést í heiminum. Þær verða samsettar úr þekktum dýra- eða skordýrategundum og þeim gefin nöfn og sérstakir eiginleikar. Teikningar af nýju skepnunum verða unnar í raunstærð þar sem engar hömlur verða settar á stærð þeirra, svo lengi sem þær rúmast í húsakynnum safnsins.

Lesa meira

Námskeið í olíum og lífdíesel

Háskólinn á Akureyri býður þér á námskeið þar er samþætt fræðileg og verkleg þjálfun í olíum og lífdísil

Lesa meira

Opið hús í Stórutjarnarskóla á morgun miðvikudag

Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu styrk síðastliðið vor úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið var leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.

Lesa meira

VMA á fulltrúa á Euroskills í Herning - sem hefst í dag

Spennan magnast óneitanlega, því í dag hefst Euroskills - Evrópumót iðn- og verkgreina í Herning í Danmörku og stendur það fram á laugardag. Frá Íslandi fara þrettán keppendur, þar af eru tveir fyrrverandi nemendur í VMA; annars vegar Daniel Francisco Ferreira í rafvirkjun (húsarafmagni) og hins vegar Einar Örn Ásgeirsson í rafeindavirkjun.

Lesa meira

Stækkun Silfurstjörnunnar stórt framfaraskref í atvinnumálum Öxarfjarðar

Fjölmenni kynnti sér starfsemi Silfurstjörnunnar, laxeldisstöðvar Samherja fiskeldis í Öxarfirði sl. föstudag. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum þremur árum og er framkvæmdum í meginatriðum lokið.

Lesa meira

Fjölmenni mótmælti þjóðarmorði á Ráðhústorgi

Um 450 manns tóku þátt í útifundi með yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri um liðna helgi. Slíkir fundir voru haldnir samtímis á 6 stöðum á landinu.

Lesa meira

Áhrif rekstrarstöðvunar PCC á Bakka; atvinnumál í Norðurþingi.

Rekstrarstöðvun PCC á Bakka hefur víðtæk áhrif í samfélaginu á Húsavík og nágrenni. Starfsfólk hefur misst vinnu og eru margir að meta sína stöðu. Ætla má að a.m.k. 20-30 verktakar, iðnaðarmenn og þjónustufyrirtæki verði fyrir beinum áhrifum vegna minni umsvifa. Sveitasjóður og Hafnasjóður Norðurþings verða fyrir miklum fjárhagslegum áhrifum og þarf að horfa til þess við fjáhagsáætlanagerð nú í haust.

Lesa meira

Atvinnumál og innviðauppbygging á Norðurlandi til umræðu á opnum fundi í Hofi

Samtök iðnaðarins og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra boða til opins hádegisverðarfundar í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 9. september kl. 12-13 þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálum og innviðauppbyggingu.

Lesa meira

Hreyfing getur skipt sköpum í bataferli sjúklinga

Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "HREYFUM OKKUR".

Lesa meira

Hópefli, gleði og hjálpsemi einkenndu Nýnemadaga

Mikið líf og fjör var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku þegar Nýnemadagar fóru fram. „Við tókum á móti nýnemum í grunnnámi en um er að ræða stærsta hóp nýnema frá upphafi eða um 1500 talsins. Þátttakan var mjög góð í ár og það var frábært að fylgjast með nýnemunum taka virkan þátt í dagskránni sem við bjóðum upp á,“ segir Sólveig María Árnadóttir sem heldur utan um skipulagningu og framkvæmd Nýnemadaga. 

Lesa meira

Þrjátíu starfsmönnum sagt upp á PCC Bakka á Húsavík

Þrjátíu starfsmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík var sagt upp störfum um nýliðin mánaðmót vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Fyrr í sumar var 80 manns sagt upp störfum. Staðan er sú núna að 18 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Framkvæmdir við stígagerð á Glerárdal

Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.

Lesa meira

Tugmilljarða króna fjárfestingar á Akureyri

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, var meðal framsögumanna á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík í gær. Þar fjallaði hún um þau gríðarlegu áhrif sem uppbygging gagnavers atNorth á Akureyri og fjárfestingar þess hafa haft í för með sér fyrir samfélagið.

Lesa meira

ÞJÓÐ GEGN ÞJÓÐARMORÐI - Fjöldafundur í dag laugardaginn 6. september kl 14:00 á Ráðhústorgi á Akureyri

Útifundir verða  á nokkrum stöðum hérlendis í dag, laugardag 6. september kl. 14:00.  Á Akureyri verður safnast saman  á Ráðhústorgi, ávörp verða, tónlist verður flutt og lesin bréf frá fólki á Gaza.  Samtökin sem kalla sig  Þjóð gegn þjóðarmorði standa fyrir fundunum.

Í yfirlysingu frá samtökunum segir.

,,Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin fylgst með sífellt versnandi og óbærilegum þjáningum almennra borgara í Palestínu með hryllingi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir fimmta og þar með efsta stigi hungursneyðar. Hún er alfarið manngerð af völdum Ísrael sem hefur lagt ræktanlegt landsvæði í rúst á Gaza og lokað fyrir að matvæli berist til íbúa. Samkvæmt gögnum ísraelska hersins eru 83% þeirra sem Ísrael hefur myrt almennir borgarar. Þar af eru a.m.k. 18.500 börn eða um 28 börn á hverjum einasta degi, álíka mörg og heill bekkur í grunnskóla á hverjum degi.
Þjóðarmorð stendur yfir af hálfu Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni. Stríðsglæpi Ísraels verður að stöðva.

Lesa meira

Matargjafir og Norðurhjálp aðstoða þá sem höllum fæti standa Hvort félag greiðir út allt að 3 milljónir á mánuði

Tvö góðgerðarfélög á Akureyri, Matargjafir á Akureyri og nágrenni og Norðurhjálp greiða á bilinu tvær til þrjár milljónir, hvort félag inn á bónuskort í hverjum mánuði hjá fólki sem ekki nær endum saman og þarf að leita aðstoðar til að hafa í sig og á. Mikil aukning hefur verið og eykst fjöldinn sem þarf hjálp sífellt. Því hefur þurft að grípa til þess ráðs að lækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er hjá hverjum og einum.

Lesa meira

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis Frítt í Skógarböðin þann 17 sept n.k.

Miðvikudaginn 17. september ætla Skógarböðin að bjóða einstaklingum sem eru í þjónustu hjá KAON frítt í böðin.

Lesa meira

Norðurþing - Göngur og réttir

Um helgina verða víða göngur og réttir á félagssvæði Framsýnar, m.a. verður réttað í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnesi, Öxarfirði og í Núpasveit.

Lesa meira

Listasafnið - Sýningum Heimis og Þóru lýkur á sunnudaginn

Framundan eru síðustu dagar sýninga Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur, Tími – Rými – Efni, en báðum sýningum lýkur á morgun sunnudag

Lesa meira

Fjallahjólakeppni á heimsmælikvarða á Norðurlandi

Keppnin hefur vakið athygli hjólreiðafólks víðs vegar að úr heiminum en hún spannar fjölbreytt landslag Norðurlands, sameinar þolraun, tækni og náttúruupplifun á einstakan hátt

Lesa meira

Ný umferðarljós tekin í notkun við Austurbrú

Ljósin eru umferðarstýrð og stillt þannig að grænt ljós er venjulega fyrir umferð um Drottningarbrautina. Þegar bílar koma frá Austurbrú eða gangandi vegfarendur ýta á gangbrautartakka, skiptir kerfið yfir á grænt ljós fyrir þá eftir stutta bið.

Lesa meira

„Vinir Vals“ hittast í Hamri og vilja fá þig með!

Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina.

Lesa meira