Gefum íslensku séns. Til hamingju Norðlendingar !

Nemendur við Menntaskólann á Akureyri heimsótti Símey, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar í vikunni til að taka þátt í verkefninu Gefum íslensku séns, þar sem markmiðið er að æfa sig að tala íslensku sem annað mál.

Lesa meira

Ný kynslóð flottrollshlera í Vilhelm Þorsteinsson EA 11

St‎‎ýranlegir flottrollshlerar hafa verið teknir í notkun á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, uppsjávarskipi Samherja.  Veiðarfæragerðin Vónin í Færeyjum smíðar hlerana og er þeim stýrt úr tölvukerfi skipsins í brúnni, sem þýðir að mögulegt er að hafa enn betri og nákvæmari stjórn á veiðarfærinu. 

Lesa meira

Karlalið Skautafélags Akureyrar Íslandsmeistarar

Karlalið SA tryggði sér  Íslandsmeistaratitilinn i íshokky í kvöld þegar  liðið gjörsigraði  lið Skautafélags Reykjavikur 6-1 í þriðja leik í úrslitum  Íslandsmótsins.

Lesa meira

Ísland fyrir suma, en allir borga

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson birtir á Facebook vegg hans pistil sem vakið mikla  hefur athygli, vefurinn fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta skrif hans.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyjafjarðar -Aldrei í sögunni verið grisjað jafnmikið og í fyrra

„Það er gaman að segja frá því að aldrei í sögu Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur verið grisjað meira af skólendum okkar og á liðnu ári. Við setjum markið hátt og stefnum á að tvöfalda það magn nú í ár,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega þar sem m.a. var farið yfir starfsemi liðins ár og línur lagaðar um verkefni yfirstandandi árs.

Lesa meira

Bjarg byggir 16 nýjar íbúðir við Langamóa á Akureyri

Bjarg íbúðafélag mun byggja 16 leiguíbúðir við Langamóa 1-3 í Móahverfi á Akureyri.

Lesa meira

Hvert er hlutfall bíla á nagladekkjum?

Síðasta föstudag var settur upp búnaður til að telja fjölda og reikna út hlutfall bíla sem eru á nagladekkjum. Teljarinn er við gangbraut yfir Hlíðarbraut milli Hlíðarfjallsvegar og Merkigils.

Lesa meira

Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Hofi næstu þrjú árin

Í gær var staðfest samkomulag Akureyrarbæjar, Hafnarsamlags Norðurlands, Menningarfélagsins Akureyrar og verslunarinnar Kistu um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Hofi næstu þrjú árin.

Lesa meira

Myndarlegur hagnaður af rekstri Akureyrarbæjar

Myndarlegur hagnaður var rekstri Akureyrarbæjar en þetta kemur fram í tilkynningu sem Akureyrarbær sendi inn til  Kauphallar Ísland. 

Lesa meira

Fyrstu upphitunartónleikar Mannfólkið breytst í slím 2025

Föstudaginn 11. apríl fara fram fyrstu upphitunartónleikar ársins fyrir tónlistarhátíðina Mannfólkið breytist í slím í Deiglunni á Akureyri.

Lesa meira

Eurovision draumur Breta rætist á Húsavík 

Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kemur til Húsavíkur á föstudag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown).

Lesa meira

Sýningin „Vinnuhundar“ í Deiglunni, Akureyri

Í apríl tekur Listasafnið á Akureyri á móti hollensku listakonunni Philine van der Vegte í gestavinnustofu safnsins. Van der Vegte er þekkt fyrir tjáningarríkar olíumálverk sín og lifandi blekteikningar af húsdýrum. Hún mun sýna verkin sín í sýningunni „Vinnuhundar“ í Deiglunni dagana 19. og 20. apríl, frá kl. 14:00 til 17:00.

Lesa meira

Samkomulag um VERÐANDI listsjóð endurnýjað til ársins 2028

Á mánudag var samkomulag um rekstur og framlög til listsjóðsins Verðandi endurnýjað til þriggja ára, en veitt hefur verið úr sjóðnum árlega frá 2018.

Lesa meira

Tólf dyraverðir brautskráðir

Tólf dyraverðir voru brautskráðir í vikunni í SÍMEY eftir sex kvölda námskeið þar sem farið var yfir ýmislegt sem dyravörðum er nauðsynlegt að kunna skil á í starfi sínu.

Lesa meira

Húsin að Lyngholti 42-52 á Húsavík afhent

Fimmtudaginn, 13. mars, hófu tólf flutningarbílar ferð sína frá Selfossi til Húsavíkur með sex íbúða raðhús Bjargs íbúðafélags, um sólahring síðar var húsið risið á Húsavík. Hvert hús samanstendur af tveimur einingum.

Lesa meira

Innkirtlamóttaka SAk fagnar 10 ára afmæli

Á innkirtlamóttökunni er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu í lífsstíl, meðferðarstýringu og árlegt eftirlit til að fyrirbyggja fylgikvilla.

Lesa meira

Allt gert til að halda skíðasvæðinu opnu fram yfir páska

Sumarhiti var í Hlíðarfjalli í gær og hætt er við að næstu dagar verði lítið skárri. Skíðasvæðið er opið í dag en á miðvikudag og fimmtudag verður lokað. Þannig er reynt að spara snjóinn í brekkunum og um leið og kólnar aftur verður snjó rutt upp og hann fluttur í brautirnar.

Lesa meira

Ný flokkunarstöð rís á Akureyri

Súlur Stálgrindarhús ehf. hafa nýverið gert verksamning við Íslenska Gámafélagið ehf. um byggingu nýrrar flokkunarstöðvar við Ægisnes á Akureyri. Um er að ræða stálgrindarhús, alls 1.350 fermetrar að flatarmáli, með vegghæð upp á 9,7 metra. Byggingin mun hýsa flokkunaraðstöðu sem mun gegna lykilhlutverki í meðhöndlun úrgangs á svæðinu.

Lesa meira

Tekjur verulega hærri en áætlun gerði ráð fyrir

Fyrri umræða um ársreikning Norðurþings fyrir árið 2024 fór fram í sveitarstjórn Norðurþings í Sjóminjasafni Húsavíkur og gerði Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir ársreikningnum og helstu lykiltölum á fundinum.

Lesa meira

Velferðarráð horfir til nokkurra svæði undir hús fyrir heimilislausa

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur falið skipulagssviði að skipuleggja fimm lóðir eða reiti sem koma til greina fyrir íbúðir fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda. Málið var rætt á fundi ráðsins nýverið þar sem lagt var fram minnisblað um stöðu málaflokksins.

Lesa meira

Gönguleið meðfram vesturströnd Hríseyjar

Framkvæmdir við gönguleið á vesturströnd Hríseyjar hafa gengið vel og standa vonir til að hægt verði að klára verkefnið fyrir sumarið. Gönguleiðin bætir aðgengi, upplifun og öryggi notenda og aðlagar svæðið að fjölbreyttari útivistarhópum, eins og göngu-, hjóla-, sjósunds- og fuglaáhugafólki.

Lesa meira

Barnamenningarhátíð á Akureyri haldin í áttunda sinn

„Hátíðin skipar veglegan sess í menningarlífi bæjarins, enda hefur hún vaxið ár frá ári,“ segir Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarbæ. Barnamenningarhátíð var sett með viðhöfn í Hofi fyrr í vikunni og stendur hún svo gott sem allan aprílmánuð. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin.

Lesa meira

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?

Það er fátt sem sameinar okkur eins og þegar íslenskt íþróttafólk stígur inn á stóra sviðið erlendis. Flest þekkjum við tilfinninguna þegar við setjumst saman fyrir framan sjónvarpið, klædd í landsliðstreyju, með hjartað í buxunum og full af stolti. Við hvetjum íþróttafólkið okkar áfram, lifum okkur inn í leikinn. Fögnum þegar vel gengur, syrgjum saman og styðjum okkar fólk – sama hvar það er í heiminum. Við stöndum saman sem þjóð.

Lesa meira

Miðaldra í Mílanó

Æskuvinkonur

Ég er svo heppin að eiga frábærar æskuvinkonur. Saman höfum við gengið í gegnum súrt og sætt. Ég á líka vinkonur frá öðrum tímabilum úr lífinu, bæði úr námi, leik eða störfum. Það er einnig mikilvæg vinátta en byggð á öðrum grunni.

Lesa meira

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Hofi

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt drög að samstarfs samningi milli Akureyrarbæjar, Hafnasamlags Norðurlands Menningarfélags Akureyrar og verslunarinnar Kistu um starfsemi upplýsingamiðstöðvar í menningarhúsinu Hofi tímabilið 2025-2027

Lesa meira

Jóna atkvæði og ambögur kemur út í sumar

Jóna, atkvæði og ambögur er heiti á bók með vísum og ljóðum Jóns Ingvars Jónssonar sem út kemur hjá Bókaútgáfunni Hólum í sumar.

Lesa meira

Fishrotmálið og Samherji. Hvað dvelur orminn langa?

Þegar ég var ungur var þessarar spurningar um orminn langa oft spurt þegar einhver hafði reynt að telja öðrum trú um að einhvers væri að vænta sem aðrir töldu ósennilegt eða fráleitt. Hún fellur sérlega vel að umfjöllunarefni þessarar greinar.

Lesa meira