
Ferðfólk sem sækir í kælifrí þykir svalt að koma til Akureyrar
Það er ansi heitt niður i Evrópu og hitamet sleginn eða við það að vera sleginn daglega má segja. Þeim hópi ferðafólks sem þykir norðanátt og rigning mjög eftirsóknarverð horfir í vaxandi mæli hingað ,,upp eftir" og er Akureyri svo dæmi sé tekið er efst á óskalista þeirra erlendu ferðalanga sem vilja komast í svalara loftslag. Óhætt er að fullyrða að þessi gerð af ferðafólki fengi helling fyrir sinn snúð á Akureyri í dag.