Á vakt um jólin
Fyrir marga snúast jólin um að vera með fjölskyldu, borða góðan mat og opna pakka en jólin eru þó ekki eins hjá öllum. Kristjana Freydís Stefánsdóttir, nemi í HA og lögreglumaður á Akureyri, var einmitt með öðruvísi jól í fyrra en þá var hún á kvöldvakt hjá Lögreglunni á Akureyri og ætlar að endurtaka leikinn í ár.