Elín Hrönn Einarsdóttir iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands Þátttaka í Rótarý hefur víkkað sjóndeildarhringinn og veitt mér innblástur
„Rótarý hefur gefið mér margt. Félagsskapurinn er ómetanlegur – það að kynnast fólki úr ólíkum geirum og með mismunandi reynslu hefur bæði víkkað sjóndeildarhring minn og veitt mér innblástur. Ég hef einnig fengið tækifæri til að taka þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á líf annarra, bæði hér heima og erlendis,“ segir Elín Hrönn Einarsdóttir félagi í Rótarýklúbbi Akureyrar. Hún starfar sem iðjuþjálfi/ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands.