Togarajaxlar á ferðinni í Hull og Grimsby

„Ferðin var frá upphafi til enda algjörlega frábær,“ segir Sigfús Ólafur Helgason sem ásamt fleiri gömlum togarajöxlum af ÚA- togurum fór í pílagrímsferð til Hull og Grimsby . „Við sem lögðum upp í þessa pílagrímsför erum alveg í sjöunda himni.“

Lesa meira

Félag eldri borgara á Akureyri Ekki beðið endalaust eftir réttlæti

„Það hefur komið skýrt fram í viðræðum við pólítíska flokka að ekki verður beðið endalaust eftir réttlæti okkur til handa,“ segir í ályktun um kjaramál sem samþykkt var á aðalfundi Félags eldri borgara á Akureyri nýverið.

Lesa meira

Samsýning norðlenskra listamanna – Mitt rými: Umsóknarfrestur rennur út 9. apríl

„Listasafnið á Akureyri hefur frá 2015 sett upp samsýningu á verkum norðlenskra listamanna annað hvert ár og nú er því komið að sjötta tvíæringnum,“ segir Freyja Reynisdóttir, verkefnastjóri sýninga hjá Listasafninu.

Lesa meira

Rein byggir frístundahúsnæði á Húsavík

Norðurþing og Trésmiðjan Rein undirrita verksamning vegna byggingar á frístundahúsnæði

Lesa meira

„Fyrirhuguð uppbygging mun verða algjör bylting"

Á heimasíðu SAk er viðtal við Gunnar Lindal sem er verkefnastjóri á sviði rekstrar og klínískrar stoðþjónustu sjúkrahússins.  Gunnar reifar í viðtalinu stöðuna í undirbúningi á nýbyggingu við sjúkrahúsið.

Lesa meira

Af hverju ætti ég ekki að geta þetta eins og hver annar

Axel Vatnsdal starfsmaður hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimili hafði aldrei stigið fæti inn í framhaldsskóla þegar hann ákvað að skrá sig í sjúkraliðanám síðasta haust, þá 51. árs.

Lesa meira

Nautgriparæktarverðlaun BSE afhent Góður árangur á Stóra-Dunghaga

Ábúendur í Stóra-Dunhaga fá nautgriparæktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2024 fyrir frábæran myndarbúskap og öflugt ræktunarstarf. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi BSE.

Lesa meira

Glugginn í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi í apríl

Í tilefni af barnamenningarhátíð Akureyrar er GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi út apríl. Leikföng, sum frá fyrri tíð og ýmis hugðarefni barna og unglinga prýða gluggann í alls konar sviðsmyndum. Gluggasýningin er ætluð til að vekja forvitni, gleði og skapa skemmtilegan áfangastað í gönguferðum. Sýningin hentar öllum aldurshópum.

Lesa meira

Norlandair flýgur til Hornafjarðar út ágúst

Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga tíu flugferðir á viku milli Hornafjarðar og Reykjavíkur á tímabilinu 1. apríl til 31. ágúst.

Lesa meira

Svifryk spillir loftgæðum

Svifryk hefur mikil áhrif á loftgæði á Akureyri í þessari stillu sem nú er, á heimasíðu bæjarins  er varað við þessu ástandi.

Lesa meira

„Við höfum séð fólk blómstra – ekki bara í starfi, heldur sem einstaklingar“

„Við hófum samstarf við Símenntun Háskólans á Akureyri haustið 2011, þegar fyrsti hópurinn hóf nám í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun, eða VOGL eins og það er stundum kallað. Þetta voru 18 einstaklingar, allir af Norðausturlandi – frá Akureyri, Egilsstöðum, Fjarðarbyggð, Húsavík og Tröllaskaga. Frábær hópur sem lagði grunn að því sem við höfum byggt upp síðan,“ segir Helgi Þór Ingason, prófessor við HR. Ásamt félaga sínum Hauki Inga Jónassyni leiðir hann VOGL námið hjá Símenntun HA.

Lesa meira

Skíðalandsmót Íslands í skíðagöngu Hlíðarfjalli við Akureyri 4.-6. apríl

Dagana 4.-6. apríl mun allt fremsta skíðagöngufólk landsins koma sama í Hlíðarfjalli við Akureyri og etja kappi á Skíðalandsmóti Íslands í skíðagöngu. Mótið er haldið af Skíðafélagi Akureyrar en er einnig alþjóðlegt skíðagöngumót FIS (Alþjóða skíðasambandið).

Lesa meira

Óánægja í Hrísey með verðhækkun í ferjuna

„Það er í raun verið að takmarka möguleika á ferðum bæði til og frá Hrísey yfir vetrartímann, sem takmarkar möguleika á að sækja viðburði, kvöldnámskeið og heimsóknir til ættingja og vina sem búa í fjarlægð frá Eyjafjarðasvæðinu,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir í Hrísey. Íbúar í eynni vöktu á því athygli að Almannasamgöngur sem sjá um rekstur Hríseyjarferjunnar Sæfara fyrir Vegagerðina hækka verðskrá sína 1. maí næstkomandi.

Lesa meira

Andlega hliðin í stóru hlutverki á Listasafninu

Listasafnið á Akureyri er að venju þátttakandi í Barnamenningarhátíðinni og býður m.a. annars upp á núvitundar- og jógaviðburði fyrir börn og fjölskyldur undir yfirskriftinni Á haus í Listasafninu.

Lesa meira

Húsavík - Öflugur breiður baráttuhópur fyrir áframhaldandi flugi

„Við erum með mjög öflugan baráttuhóp sem vinnur af krafti að því að tryggja flugsamgöngur tinn inn á svæðið,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar. Hann segir mikið í húfi og fjölmargir aðilar úr atvinnulífinu, ferðaþjónustunni og heilbrigðiskerfinu hafi gengið til liðs við hópinn.

Lesa meira

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að sérstök áhersla verði lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu og styðja fjölbreytt rekstrarform. Þessi loforð eru innantóm, því fyrsta stórtæka aðgerðin í geðheilbrigðismálum nýrrar ríkisstjórnar er að loka Janusi endurhæfingu – úrræði sem hefur í 25 ár þjónustað einn viðkvæmasta hóp samfélagsins; ungt fólk með alvarlegan geðrænan og félagslegan vanda.

Lesa meira

Um eitt þúsund manns á árshátíð Samherja í Póllandi

Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag í Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag

Lesa meira

ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu

Laugardaginn 5. apríl frumflytur Þorsteinn Jakob Klemenson verk sitt ÓREIÐA á Tólf Tóna Kortérinu. Það er haldið á Listasafninu á Akureyri kl. 15 og aftur kl. 16, en tónleikarnir eru kortérslangir. Þeir henta öllum áheyrendum á öllum aldri og aðgangur er ókeypis. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni

Lesa meira

Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Sparisjóðirnir hefja samstarf um endurmenntun

Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) og Samband Íslenskra Sparisjóða (SÍSP) hafa gert með sér samstarfssamning um endurmenntun og símenntun fyrir starfsfólk sparisjóða um allt land. Markmið samstarfsins er að bjóða upp á sérsniðna fræðslu sem styrkir faglega færni, eykur hæfni í fjármálaþjónustu og styður við persónulegan og faglegan vöxt starfsmanna.

Lesa meira

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkir bókun um fyrirhugaða hækkun veiðigjalda

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fjallaði um hugmynd ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda á fundi í gær mánudag. Á www.grenivik.is má lesa eftirfarandi.

Lesa meira

Fé án hirðis

Í vikunni var því fagnað að 5 ár voru liðin frá því að fjárveiting til stækkunar flugstöðvarinnar á Akureyri var samþykkt. Framkvæmdin kom úr sérstökum Covid-fjárheimildum á veirutímanum og var alls 900 milljónir, svo aðstaðan á flugvellinum gæti stutt við aukið millilandaflug. 

Lesa meira

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Hverju munar um mig?

Því skýtur reglulega upp í kolli mínum hversu léleg við Íslendingar erum að nota áhrif okkar þegar okkur er misboðið.

Lesa meira

Kvíaból í Kaldakinn fyrirmyndarbú nautgripabænda

Bændurnir á Kvíabóli hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú Nautgripabænda BÍ á dögunum og tóku þau Haukur Marteinsson og Ingiríður Hauksdóttir á móti verðlaununum.

Lesa meira

VMA - Látið bara vaða!

Emilía Björt Hörpudóttir og Lilja Lind Gunnlaugardóttir eru á fjórðu önn í námi sínu í húsasmíði. Í vetur hafa þær verið í stórum hópi nemenda sem byggir frístundahús frá grunni – ekki eitt heldur tvö. Þær voru að bjástra uppi á svefnlofti í minna frístundahúsinu þegar kíkt var inn í byggingadeildina. Í stærra húsinu er allt á fullu og það komið lengra en oft áður. Bæði nemendur í pípulögnum og rafvirkjun hafa lagt sín lóð á lóðarskálarnar við byggingu og frágang húsanna.

Lesa meira

Norðurþing Kostnaðarauki upp á 60 til 70 milljónir

Minnisblað fjármálastjóra Norðurþings vegna áhrifa nýgerðra kjarasamninga sveitarfélaganna við Kennarafélögin var lagt fram á fundi byggðaráðs Norðurþings.

Lesa meira

Að­för að lands­byggðinni – og til­raun til að slá ryki í augu al­mennings

Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi.

Lesa meira