Jólagrautur og sætur spuni á jólatónleikum Hymnodiu sem eru orðnir ómissandi hluti af jólahefðum margra að kvöldi 22. desember þegar kominn er tími til að hægja ferðina í jólaamstrinu.
Kyrrð og ró í bland við hressa og jafnvel djassaða jólatóna Eyþórs Inga Jónssonar og vina hans í Hymnodiu ásamt góðum gesti sem að þessu sinni kemur frá tónlistarbænum Dalvík, spunameistarinn og tónsnillingurinn Þórður Sigurðarson.

Glænýtt jólaefni í bland við gamalt í frumlegum búningi að hætti Hymnodiu.


Spunameistarinn og tónsnillingurinn Þórður Sigurðarson frá Dalvík verður sérstakur gestur Hymnodiu á tónleikunum
Verð miða er kr. 5000.- og er hægt að kaupa miða með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan eða við innganginn.