Minningarorð - Brynjar Elís Ákason

Það er erfitt að finna réttu orðin þegar maður kveður einstakan dreng eins og Brynjar mág minn. Sannkallaður lífskúnstner sem elskaði rautt og góða steik. Hann var líka stærðfræðiséní, og átti létt með að leysa flóknustu þrautir. Hann var húmoristi af guðs náð, með glettið bros og hnyttin tilsvör sem létu alla í kringum hann hlæja.

 

Lesa meira

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere, næstkomandi laugardag, 15. Febrúar. Sýningin hefst kl. 16.Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere.

 

Lesa meira

Norlandair heldur ekki áfram áætlunarflugi til Húsavíkur

Norlandair hyggst ekki halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að samningstíma milli félagsins og ríkisins um flug til Húsavíkur lýkur þann 15. mars næstkomandi.

Lesa meira

Skoða biðsvæði fyrir leigubíla í miðbæ Akureyrar

„Við höfum fengið fyrirspurnir um bílastæði fyrir leigubíla í bænum,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri

Lesa meira

Byggðaráð Norðurþings samþykkir bókun um stöðu sjúkraflugs vegna lokana á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli

Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í dag eftirfarandi bókun í ljósi stöðu þeirrar. sem uppi er vegna lokana á flugbrautum á Reykjavikurflugvelli.

Lesa meira

Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?

Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er  ,,Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum." Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir:  ,,Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.”

 

Lesa meira

Arctic Therapeutics fær 4 milljarða fjármögnun

Frá stofnun hefur íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics verið í góðu samstarfi við Háskólann á Akureyri (HA) og er starfseining fyrirtækisins á Akureyri staðsett á háskólasvæðinu. Samstarfið felst meðal annars í því að ATx hefur aðgang að rannsóknaraðstöðu skólans og sú nálægð hefur leitt til fjölmargra rannsókna og verkefna. Stúdentar HA hafa átt þess kost að vinna með ATx í rannsóknarverkefnum og í kjölfarið fengið störf hjá fyrirtækinu. Þá hafa HA og ATx einnig sameinast um að kynna rannsóknir sínar á Vísindavöku, sem hefur gengið gríðarlega vel. Samstarfsyfirlýsing liggur fyrir milli HA og ATx til ársins 2026, sem undirstrikar mikilvægi samstarfsins og framtíðaráforma fyrirtækisins á Akureyri.

 

Lesa meira

Skálabrún og Húsheild/Hyrna kaupa Viðjulund 1

Skálabrún (100% dótturfélag KEA) og Húsheild Hyrna hafa keypt fasteignir og lóð við Viðjulund 1 á Akureyri. Á þeirri lóð hefur verið samþykkt nýtt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir rúmlega 6.000 fm byggingarmagni og stefnt er að því að þar verði 40-50 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða 5 og 6 hæða. 

Lesa meira

Akureyri - Heildarálagning fasteignagjalda er 6.444 milljónir króna

Heildarálagning fasteignagjalda ársins á Akureyri fyrir árið 2025 er 6.444 milljónir króna, þar af er fasteignaskattur 3.817 milljónir, lóðarleiga er 840 milljónir, vatnsgjald 479 milljónir króna, fráveitugjald 768 milljónir og sorphirðugjald 540 milljónir króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Akureyrarbæjar.

 

 

Lesa meira

Akureyrarbær og Rauði krossinn - Samningur um söfnun á textíl

Skrifað hefur verið undir samning milli Akureyrarbæjar og Rauða Krossins við Eyjafjörð um söfnun textíls í bæjarlandinu. Nú er skylt lögum samkvæmt að halda úti sérstakri söfnun á textíl.

 

Lesa meira

Í bláum skugga á 112 deginum

112 dagurinn er haldinn 11 febrúar ár hvert og má segja að það hafi ekki farið framhjá bæjarbúum i gær.

Lesa meira

Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er  11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi.

Lesa meira

112 dagurinn er í dag

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer - af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni er „Börn og öryggi“ og er ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um að hafa öryggi barna framar öllu.

 

Lesa meira

Haltu kjafti!

Þegar kona neitar að þegja og vera sæt þá finnur veröldin leið til þess að segja henni að halda kjafti. Til þess var notaður félagsdómur sem úrskurðaði verkfallið ólöglegt (3 á móti 2).Þegar kona fær þau skilaboð verkar það algjörlega öfugt á hana. Í sorg, reiði og vanmætti sínum ákveður hún að standa keik í svörtum sorgarklæðum, í vinnu sinni daginn eftir og alla daga þar til samið verður við okkur. Hún fær aðra í lið með sér, því öðrum kennurum líður eins.

 

Lesa meira

Framsýn styrkir Ungmennafélagið Bjarma

Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal hefur fjárfest í skíðagönguspora ásamt beltabúnaði og tönn. Land og Skógur, sem hefur yfirumsjón með Vaglaskógi hefur tekið að sér að sjá um sporann, troða brautir, grisja og huga að öðru sem tryggir að allar aðstæður verði til fyrirmyndar. Nýi búnaðurinn mun gjörbreyta aðstöðu fyrir skíðagöngufólk og annað útivistarfólk sem sækja skóginn heim yfir vetrartímann.

 

Lesa meira

Þarf að vinna í samböndum?

Parsambönd eru merkileg, ólíkar manneskjur með ólíkan bakgrunn, áhugamál, skoðanir og tilfinningar finna merkingu í einhverju sameiginlegu og ákveða að eyða lífinu saman. Þó það sé ekki alltaf svo að parsamband endist lífið á enda þá einhvers staðar í byrjun sambandsins myndast rót og hugmyndir að framtíðarsýn. Framtíð sem inniheldur þessa nýju og spennandi manneskju. Parsambönd geta verið falleg, heilbrigð og uppbyggileg. Þau geta hins vegar líka verð erfið, stormasöm og leiðinleg. Það er eðlilegt að fólk í parsamböndum upplifi hvoru tveggja, fegurð og erfiðleika. Það er ekki endilega annað hvort eða. Í erfiðleikum getur falist tækifæri til þess að vinna saman í lausnaleit, ná dýpri tengingu og hlúa að því sem skiptir máli.

 

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands - Óskar tilboða í byggingu þjónustuhúss

Hafnasamlag Norðurlands hefur óskað eftir tilboðum í byggingu þjónustuhúss á Torfunefsbryggju.

Lesa meira

Akureyrarbær - Kröfur afskrifaðar

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að afskrifa kröfur sem að mestu eru frá árinu 2021 og eldri.  Jafnframt eru um að ræða nokkrar yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.

Lesa meira

Uppbygging 5 fjölbýlishúsa við Miðholt

Skipulagsráð Akureyrar tekur jákvætt í tillögu sem fyrir liggur varðandi uppbyggingu á lóðum við Miðholt 1 til 9 en umrædd tillaga er fram sett til að koma til móts við athugasemdir sem bárust og ótta við aukna umferð um götuna. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verði frá Langholti en ekki um Miðholt.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Bergur Þór Ingólfsson

Þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17-17.40 heldur Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Sagnadýrið. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um mikilvægi leikhússins í nútímasamfélagi þar sem varpað er fram fullyrðingunni „Manneskjan þarf á sögum að halda til jafns við mat og drykk, annars veslast hún upp og deyr“. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Samstöðuganga kennara á Akureyri

Aðildarfélög KÍ á Norðurlandi standa fyrir samstöðugöngu í dag kl. 19 Með göngunni vill félagsfólk KÍ þrýsta á stjórnvöld með að gengið verði frá kjarasamningum við kennara.

Lesa meira

Fullt út úr dyrum fyrstu helgina

Nýr veitingastaður opnaður á Húsavík

Lesa meira

Frá sveitaþorpinu Gurb til Akureyrar og að lokum Brussel

Adrià Medina Altarriba er ungur og efnilegur lögfræðingur frá litla sveitaþorpinu Gurb í Pýreneafjöllum Katalóníu, nálægt borginni Vic. Hann hefur lokið BA-gráðu í lögfræði með aukagrein í þjóða- og evrópurétti, BA-gráðu í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í lögfræði frá Sjálfstæða háskólanum í Barcelona. Nú er hann á síðasta ári í meistaranámi í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Stórkostlegt þegar fólk óhlýðnast kvíðanum og tekur af honum valdið

„Ég ákvað 14 ára að verða sálfræðingur,“ segir Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir sem tók við stöðu yfirsálfræðings hjá Heilsu-og sálfræðiþjónustunni á Akureyri um áramót. Man ekki alveg nákvæmlega af hverju hún var svona staðráðin í því en er ánægð með þessa þrjósku í dag og hafa haldið ákvörðuninni til streitu.Hún er Akureyringur að upplagi, flutti heim á ný þegar henni bauðst að taka við stöðunni. Flutningur norður hafði verið á döfinni um skeið en ekki af honum orðið. Það sem ef til vill gerði útslagið var að yngsti sonur hennar, Víðir Jökull skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Þórs þar sem hann er nú markmaður

Lesa meira

Fjólublár bekkur

Fjólubláum bekk sem ætlað er að vekja athygli á Alzheimer-sjúkdómnum og stuðla að umræðu um heilabilun hefur verið komið fyrir við göngustíginn meðfram Drottningarbrautinni, nokkru norðan við aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva.

 

Lesa meira

Voigt Travel flýgur tíu ferðir til Akureyrar í vetur

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli á dögunum.

 

Lesa meira

Eins og þú, í Borgarhólsskóla

Ágúst Þór Brynjarsson tróð upp fyrir nemendur

Lesa meira