
Minningarorð - Brynjar Elís Ákason
Það er erfitt að finna réttu orðin þegar maður kveður einstakan dreng eins og Brynjar mág minn. Sannkallaður lífskúnstner sem elskaði rautt og góða steik. Hann var líka stærðfræðiséní, og átti létt með að leysa flóknustu þrautir. Hann var húmoristi af guðs náð, með glettið bros og hnyttin tilsvör sem létu alla í kringum hann hlæja.