Sýslumaður vill fá gula rammann færðan

Sýslumaðður er ekki nógu sáttur við staðsetningu þess gula   Mynd Vbl.
Sýslumaðður er ekki nógu sáttur við staðsetningu þess gula Mynd Vbl.

„Við erum að skoða mögulegar staðsetningar,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. „Sýslumaður vill fá hann færðan.“

Svavar Pálsson sýslumaður fyrir hönd Sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur óskað eftir því við skipulagsráð á Akureyri að endurskoðuð verði staðsetning gula myndarammans sem er rétt fyrir utan húsakynni sýslumanns og fleiri stofnana við Hafnarstræti á Akureyri.

Gulu ramminn hefur verið þar um nokkurra ára skeið. Mikil umferð ferðalanga er um svæðið enda margir sem vilja eiga af sér mynd inni í rammanum.

Skipulagsráð í samráði við önnur sviði sem málið viðkemur hefur falið skipulagsfulltrúa að finna rammanum hentugri stað.

Nýjast