Skíðafólk í bænum kætist liklega svo um munar í dag því búið er að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eins og fram kemur á Facebooksíðu Hlíðarfjalls.
Í áðurnefndri færslu segir:
Stromplyftan er lokuð fyrir ofan Strýtuskála, ásamt brautum þar fyrir ofan. Það er mjög lítill snjór á mörgum stöðum, og snjóflóðahætta getur verið til staðar í ákveðnum aðstæðum. Troðarar hafa verið að vinna á svæðinu, og geta verið hættulegar gryfjur og spor eftir þá.
Göngusvæði (XC): 1,2 km og 3,5 km brautir opnar. ![]()
Vinsamlegast virðið merkingar og lokanir. Það er lítill sem enginn snjór utan troðinna brauta, sem gerir aðstæður mjög hættulegar. Brautir eru ekki komnar í fulla breidd, svo vinsamlegast nýtum plássið vel og tökum tillit til annarra.
Við hlökkum til að sjá ykkur í fjallinu! "