Vöfflukaffi í Hamri

Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við v…
Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við vöfflujárnin í desember og nú eru það þrír föstudagar 5. 12. og 19 desember

Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við vöfflujárnin í desember og nú eru það þrír föstudagar 5. 12. og 19 desember sem Þórsarar bjóða heim í Hamar.

Það verða þau Árni Óðinsson. Þóra Pétursdóttir. Sigfús Helgason og svo núverandi formaður, Nói Björnsson sem taka þá móti gestum í Hamri frá 9 til 12. á föstudögum á aðventunni.

„Finnum jólaandann blandast saman við ilminn úr eldhúsinu í Hamri í desember,“ segir í tilkynningu þar sem jafnframt segir að allir séu velkomnir að gæða sér á vöfflum og heitu súkkulaði.

Nýjast