Eins og mörg undanfarin ár taka fyrrum formenn Íþróttafélagsins Þórs sig til og standa vaktina við vöfflujárnin í desember og nú eru það þrír föstudagar 5. 12. og 19 desember sem Þórsarar bjóða heim í Hamar.
Það verða þau Árni Óðinsson. Þóra Pétursdóttir. Sigfús Helgason og svo núverandi formaður, Nói Björnsson sem taka þá móti gestum í Hamri frá 9 til 12. á föstudögum á aðventunni.
„Finnum jólaandann blandast saman við ilminn úr eldhúsinu í Hamri í desember,“ segir í tilkynningu þar sem jafnframt segir að allir séu velkomnir að gæða sér á vöfflum og heitu súkkulaði.