„Í uppsiglingu er skipulagsslys á tjaldsvæðisreitnum,“ segir Jón Hjaltason bæjarfulltrúi á Akureyri um Tjaldsvæðisreitinn svonefnda. Jón situr í skipulagsráði og er óflokksbundinn. Fjallað var um tillögu að útboðsskilmálum fyrir lóðir innan svonefnds Tjaldsvæðisreits á fundi ráðsins á dögunum, en afgreiðslu var frestað. Kveðst Jón margoft hafa bent á það sem kann kallar skipulagsslys í bókunum áður.
„Nú skal reiturinn boðinn til sölu, þó án þess að deiliskipulagi sé lokið, sem ég tel vond vinnubrögð,“ segir hann . Það sé ekki vegna þess að fyrirhugað skipulag svæðisins geti versnað mikið, „þó er víst að hagnaðarsjónarmið byggjanda mun ekki bæta úr ágöllum skipulagsins, heldur vegna þess háttalags að gefa lóðarhafa frjálsræði, meira eða minna, til að móta umræddan reit. Ég hefði haldið að brennt barn forðaðist eldinn í þeim efnum.,

Jón Hjaltason bæjarfulltrúi
Það er í allra þágu að lóðarhafar komi hverju sinni að vel unnu og vönduðu deiliskipulagi fremur en hálfútfylltum tékka.“