Verði tillaga meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis samþykkt mun mjög umdeilt innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa lækkað úr frá því sem fyrirhugað ásamt því að fallið verður frá afnámi tollfrelsis skemmtiferðaskipa í innanlandssiglingum.
Verði tillaga meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis samþykkt mun mjög umdeilt innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa lækkað úr frá því sem fyrirhugað og fallið verður frá afnámi tollfrelsis skemmtiferðaskipa í innanlandssiglingum.
Þetta má sjá í nefndaráliti og breytingartillögum áður nefndrar efnahags og viðskiptanefndar við frumvarp fjármálaráðherra.
Ákvæði í frumvarpi fjármálaráðherra gerði ráð fyrir þvi að gjald á hvern farþega væri 2000 kr. á komandi ári sem var lækkun um 500 kr. frá þvi sem ráðgert hafði verið.
Ekki hærra en 1600 kr
Meirihluti þingnefndarinnar leggur nú til að gjaldið verði ekki hærra en 1600kr. fyrir hvern farþega á sólarhring. Einnig leggur nefndin til að að hætt verði við lækkun þessi sé eingöngu bundin við árið 2026
Pétur Ólafsson hafnastjóri sagði í viðtali við vefinn ,,Ég fagna þessari breytingu, einnig þvi að tollfrelsið verði áfram og vona að okkur takist að snúa við þeirri niðursveilfu sem við blasti þó það muni taka einhver misseri."

Pétur Ólafsson hafnastjóri