Fótboltinn byrjar að rúlla aftur í kvöld

Knattspyrnufólk á Norður og Austurlandi mæta til leiks á ný eftir  frí.
Knattspyrnufólk á Norður og Austurlandi mæta til leiks á ný eftir frí.

Kjarnafæðismótið í fótbolta hefst í dag með leik Þór/KA og Dalvíkur, leikið verður í Boganum og flautað til leiks kl 18.30.

Líkt og undanfarin ár stendur Knattspyrnudómarafélag Norðurlands fyrir æfingamóti fyrir meistaraflokka og 2.flokk karla og kvenna í knattspyrnu, á Norður og Nusturlandi.
Mótið fer fram í Boganum og á Greifavelli KA manna en einnig verður leikið á PCC vellinum á Húsavík og á Dalvík.
Kjarnafæði er sem fyrr styrktarðili mótsins.
Spilað verður í fjórum riðlum karla og einum riðli kvenna og má finna tímasetningu leikja,leikskýrslur liðanna, stöður og úrslit á heimasíðu dómarafélagsins kdn.is
Stöðugur fréttaflutningur af mótinu ásamt myndum og leikskýrslum verður að finna á facebooksíðunni "Knattspyrnudómarafélag norðurlands"
Liðin sem keppa í karladeild í ár eru:
Tindastóll
KF
Dalvík
KA (4 lið)
Þór (4 lið)
Hamrarnir
Magni
Völsungur
Höttur
KFA
Í kvennadeildinni eru eftirtalin lið:
Tindastóll
Þór/KA (2 lið)
Völsungur
FHL
Dalvík

Nýjast