Hörður Óskarsson afhendir Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis veglegan styrk

Hörður Óskarsson ásamt stjórn. Mynd: Þórhallur Jónsson.
Hörður Óskarsson ásamt stjórn. Mynd: Þórhallur Jónsson.

Hörður hefur verið reglulegur styrktaraðili við félagið í gegnum árin. En styrkina veitir hann til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010. Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar.

Í mars selur Hörður mottur og í október slaufur, í ár skilaði salan 826.000 kr. En samtals frá árinu 2018 hefur Hörður styrkt Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis um 3.247.000 kr.

Vert er að geta þess að vörur Harðar eru til sölu hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Einnig er hægt að panta þær í gegnum Facebook síðu Harðar.

Starfsfólk Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og stjórn þakkar Herði kærlega fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

 

 

 

Nýjast