Dagur sjúkrahúsins á morgun laugardag

Þeir voru ansi reffilegir á Glerártogri i fyrra þessir félagar í Hollvinasamtökum SAk  Mynd Hollvini…
Þeir voru ansi reffilegir á Glerártogri i fyrra þessir félagar í Hollvinasamtökum SAk Mynd Hollvinir.is

Hollvinasamtök Sjúkrahúsins á Akureyri ásamt starfsfólki SAk standa fyrir skemmtilegri uppákomu á Glerártorgi á morgun laugardaginn 6 des. frá klukkan 13 til 15.

Starfsfólk SAk býður upp á mælingu á blóðþrýstingi hægt verður að mæla súrefnismettun og púls.

Slappir bangsar og dúkkur eru velkominn í fylgd með eigendum sínum og munu fá læknisskoðun.

Félagsfólk í hollvinasamtökunum kynna starfsemi samtakana og skrá nýja félaga.

Þarna gefst gott tækifæri fyrir áhugasama að gerast hollvinir SAk en samtökin eru eins og ölllum er eflaust kunnugt ómissandi burðarbiti í því að gera SAk vel tækjum og tólum búið til þess að að þjónustu okkur þegar við þurfum helst á aðstoð að halda.

Með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan getur þú gerst hollvinur SAk

https://www.hollvinir.is/

Nýjast