Ljósin tendruð á Sorgartréinu á morgun laugardag

Ljosin verða tendruð á Sorgartréinu á morgun laugardag
Ljosin verða tendruð á Sorgartréinu á morgun laugardag

Tendrað verður á Sorgartrénu á Akureyri á morgun laugardaginn 6. desember, gengið verður frá Kaffi Lyst í Lystigarðinum kl. 15:30 og að trénu. 

Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð og minnst þeirra sem fallin eru frá, á þessum ljúfsára tíma sem jólin eru fyrir syrgjendur.

Sorgartrénu er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu syrgjenda sem eiga um sárt að binda á þessum tíma árs.

Sönghópur úr Gospelkór Glerárkirkju mun syngja nokkur lög.

Öll eru því velkomin, hvort sem þau vilji sýna stuðning eða vilji minnast.

Nýjast