Á fundi aðalstjórnar Einingar-Iðju í síðustu viku var samþykkt að veita Velferðarsjóðnum á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að upphæð kr. 1.250.000.
Styrkurinn var formlega veittur sl. föstudag er tveir stjórnarmenn sjóðsins litu við á skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri.
Fyrir hver jól sendir sjóðurinn bréf til fyrirtækja þar sem minnt er á jólaaðstoðina og óskað eftir styrk. Þar segir m.a. að í ár megi búast við að svipaður fjöldi eða fleiri umsóknir um jólaaðstoð berist fyrir jólin líkt og fyrir síðustu jól. "Í reglubundnum úthlutum sjóðsins höfum við séð að þörfin fyrir og eftirspurn eftir aðstoð hefur stóraukist ár frá ári. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili á svæðinu og ljóst að gera má ráð fyrir að jólaaðstoð 2025 verði stórt verkefni. Árið 2024 óskuðu yfir 520 fjölskyldur og einstaklingar eftir jólaaðstoð. Í ár hafa mánaðarlegar úthlutanir verið vel yfir 500 talsins og er þá jólaaðstoðin ótalin.Það fé sem safnast nú fyrir jólin verður notað til kaupa á gjafakortum í matvörubúðum sem afhendast efnaminni fjölskyldum og einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu."
Fram kemur á heimasíðu sjóðsins að opnað verður fyrir umsóknir um jólaaðstoð fimmtudaginn 20. nóvember.
Þau sem vilja styrkja jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis er bent á eftirfarandi söfnunarreikning:
Kt. 651121-0780
Rn. 0302-26-003533
Frá þessi er sagt á heimasíðu Einingar Iðju