Húsavíkurfjall í ljósum logum

Mynd/epe
Mynd/epe

Gróðureldar hafa kviknað fyrir ofan Húsavík í Húsavíkurfjalli, um talsverðan eld virðst vera að ræða og breiðist hann hratt út. 

Slökkvilið Norðurþings er á staðnum og hefur auka mannskapur verið kallaður út. Talið er að eldurinn hafi kviknað útfrá flugelda en eldurinn kviknaði einmitt þegar flugeldasýning var að klárst við áramótabrennuna, um klukkan hálf sex.

Slökkviliðið biðlar til fólks að halda aftur af sér við meðferð flugelda á meðan verið er að ráða niðurlögum eldsins

Uppfært klukkan 19:15

Á Facebooksíðu lögreglunar á Norðurlandi eystra segir að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins og greint frá því að líklega hafi eldurinn kviknað út frá neyðarflugeldi, svokölluðum fallhlífum. Biðlað er til almennings að láta vera að skjóta þessum neyðarflugeldum upp í kvöld.

Nýjast