SAk - Fæðingar á árinu 2025 voru 389

Fæðingar á SAk á nýliðnu ári voru 389
Fæðingar á SAk á nýliðnu ári voru 389

Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025. Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.

,,Drengir voru fleiri en stúlkur og voru þeir 220 en stúlkurnar 169" sagði Ingibjörg Hanna Jónsdóttir deildarstjóri fæðingardeildar SAk.  

,,Fyrsta barnið hjá okkur á nýju ári fæddist kl. 07.09, 1/1 2026 og var það stúlka, Foreldar hennar eru Brá Svafarsdóttir og Ragnar Árnason (Upplýsingar um nöfn gefnar með leyfi foreldra )" sagði Ingibjörg eða Inda eins og flestir þekkja hana  að lokum.

Nýjast