Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.
Það var sem fyrr Bragi Bergmann sem gátuna samdi og þökkum við honum, gott verk.
Lausnarorðin eru: Ganga skal hægt um gleðinnar dyr.
Vinningshafar munu fá verðlaun sín send heim en þau er veglegur bókapakki frá Bókaútgáfunni Hólum.