FVSA styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis

Akureyri   Mynd FVSA
Akureyri Mynd FVSA

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 750.000 kr. til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Rauða Krossins við Eyjafjörð og Hjálparstarfs Kirkjunnar, en í sameiningu standa samtökin að jólaaðstoð á svæðinu.

Jólaaðstoðin var fyrst veitt árið 2013 og hefur samstarfið gefist vel. Því var ákveðið að útvíkka starfsemina og stofna Velferðarsjóð á Eyjafjarðarsvæðinu sem sér um velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Markmið sjóðsins er tvíþætt; að einfalda fólki að leita sér aðstoðar allan ársins hring og halda utan um upplýsingar um þörfina í samfélaginu. Starfssvæði sjóðsins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.

Sækja um aðstoð

Þau sem þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar geta sótt um rafrænt á www.velferdey.is, umsóknarfrestur er til og með 4. desember.

Styrkja sjóðinn

Til að styrkja jólaaðstoð Velferðasjóðs Eyjafjarðar er hægt að leggja inn á söfnunareikning sjóðsins: Kt. 651121-0780 - Rn. 0302-26-003533

Einnig er hægt styrkja sjóðinn með kaupum á velferðarstjörnunni sem fæst m.a. í Lindex á Glerártorgi.

Nýjast