Svo sæt saman!

Heiða í Reykhúsum hefur um árabil keypt af okkur jólatré á aðventu til stuðnings góðu málefni. Sigur…
Heiða í Reykhúsum hefur um árabil keypt af okkur jólatré á aðventu til stuðnings góðu málefni. Sigurður Ormur, starfsmaður SE hefur svo undanfarin ár fært henni “bollutréð með jólaljósunum” sem hún biður gjarnan um, milli þeirra hefur skapast afar fallegt og traust vinasamband.

Á Facebookarsíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga er að finna einkar skemmtilega frásögn, við stóðumst ekki mátið og birtum hana hér enda alltaf gott að lesa jákvæða skemmtilega frásögn.

Heiða í Reykhúsum hefur um árabil keypt af okkur jólatré á aðventu til stuðnings góðu málefni. Sigurður Ormur, starfsmaður SE hefur svo undanfarin ár fært henni “bollutréð með jólaljósunum” sem hún biður gjarnan um, milli þeirra hefur skapast afar fallegt og traust vinasamband.

Oft hefur Siggi þegið sem bónus í verklaun góðgæti eins og krembrauð, kókosbollur, heiðarlegt coke osfrv sem Heiða framreiðir eins og henni einni er lagið. Því þótti honum einboðið þessi jólin að færa henni “blágrenibollutré” af besta kvæmi, fagurlega skreytt sætindum eins og dýrindis súkkulaðirúsínum, gamaldags Opal og auðvitað Sambo lakkrís

Þau skötuhjú eru jú víkingar til verka og þegar okkur bar að garði var húsmóðirin auðvitað löngu búin að moka bílastæðið, kveikja á útikerti, gefa hænunum og gera fínt. Siggi stakk svo snúrunni einfaldlega inn um eldhúsgluggann, Heiða setti í samband og aðventuljósin voru tendruð.

“Strákar, þið verðið svo að koma inn og smakka perutertuna hans pabba ! “

Faðir Heiðu Jóhann Konráðsson sem var einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar lést fyrir þó nokkrum árum en auðvitað bakar Heiða enn þá uppáhaldstertuna hans pabba á afmælinu hans.

Við starfsmenn nutum góðs af og þegar við ókum í burtu hljómaði í höfðum okkar hending úr vinsælu dægurlagi frá sjöunda áratugnum sem Jói Konn flutti með sinni fögru söngrödd

…"Upp á himins bláum boga

bjartir störnuglampar loga”….

Takk fyrir okkur kæru ”Konnarafeðgin”

Nýjast