Þingeyjarsveit hefur í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Mývatnsstofu, unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.
Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit og áherslur fyrir markaðssetningu á næstu árum, með áherslu á vetrartímann. Ljóst er að gríðarleg tækifæri eru á svæðinu til þess að lengja ferðamannatímabilið og bjóða fleiri gesti velkomna yfir veturinn, en í skýrslunni er farið yfir helstu áskoranir og hægt að skoða aðgerðaráætlun til framtíðar.
Þingeyjarsveit með sterkan grunn til framþróunar
Tölur um gistinætur árið 2023 á Norðurlandi eystra frá Hagstofunni sýna að nú þegar er ferðaþjónusta í Þingeyjarsveit að skila góðum árangri, og er í raun ekki langt frá Akureyri á stöplaritinu hér að neðan. Gistinætur að sumri eru merktar með appelsínugulu, en veturinn með bláu.

Samráð við ferðaþjónustuaðila og samfélagið
Opin vinnustofa var haldin í maí í tengslum við verkefnið. Markmið vinnustofunnar var að fá fram sjónarmið fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja í Þingeyjarsveit, íbúa, sem og fulltrúa sveitarstjórnar, til frekari uppbyggingu og markaðssetningu greinarinnar. MN hefur tekið saman niðurstöður þessa verkefnis sem byggja ekki síst á þeim sjónarmiðum sem komu fram á vinnustofunni. HÉR má lesa skýrsluna í heild sinni.
Aðilar verkefnisins vinna nú að frekari útfærslu þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í samkvæmt niðurstöðum verkefnisins.
Það er á heimasíðu Þineyjarsveitar sem fyrst má lesa um þetta áhugaverða mál.