Hinn árlegi Jólamarkaður Kvenfélags Svalbarðsstrandar verður haldinn í Valsárskóla Svalbarðseyri, á morgun laugardag 18. nóvember 2023 og stendur hann yfir frá kl 12:00 til kl 16:00.

Þátttaka á jólamarkaðnum er óvenju mikil og góð, en alls hafa 32 aðilar hafa tryggt sér pláss fyrir varning sinn. Eins og hefð er fyrir verður á markaðnum handverk, matvara eins og kleinur, soðiðbrauð, pavlovur, og hinar ómissandi lagtertur svo fátt eitt sé nefnt.
Vöfflur, kakó, eða nýlagað kaffi
Kvenfélagið verður svo með sannkallaða kaffihúsastemmningu í skálanum það sem kaupa má hressingu s.s heitt kakó, kaffi og að ógleymdum hinum rómuðu vöfflum þeirra Kvenfélagskvenna.
Það verður enginn svikin sem skutlast á Svalbarðsströnd á morgun það er ljóst.

Athygli skal vakin á því að ekki verða posar á svæðinu, en hægt verður að leggja inn á reikning eða greiða með peningum.


