Kafteinn Frábær kemur til Akureyrar

Kafteinn Frábær verður sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri 17. og 18. janúar n.k.
Kafteinn Frábær verður sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri 17. og 18. janúar n.k.

Sýningin Kafteinn Frábær verður sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri 17. og 18. janúar n.k. í leikstjórn Hilmis Jenssonar.

Ævar Þór Benediktsson var tilnefndur sem leikari àrsins í aðalhlutverki á Grímunni fyrir túlkun sína á meira en 15 persónum í þessum hjartnæma og fyndna einleik.

Magnús ætlaði aldrei að verða pabbi. Það bara gerðist einhvern veginn. Hann ætlaði heldur ekkert endilega að verða ofurhetjan Kafteinn Frábær, en stundum þarf maður að bulla sögur þegar börnin manns vilja ekki fara að sofa.

En á einhverjum tímapunkti gefa sögurnar sig og raunveruleikinn ryðst inn...

Kafteinn Frábær er einleikur um föðurhlutverkið, karlmennsku, sorg, missi og (auðvitað) ofurhetjur.

Nýjast