Akureyri - Þórhallur Jónsson gefur kost á sér i 2-3 sæti í í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar.

Þórhallur Jónsson gefur kost á sér i 2-3 sæti í í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjó…
Þórhallur Jónsson gefur kost á sér i 2-3 sæti í í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Mynd Pedromyndir

Þórhallur Jónsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér í 2-3 sæti í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar n.k vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla og er svohljóðandi:.

Við Sjálfstæðismenn höfum á þessu kjörtímabili, í samstarfi við L-Listann og Miðflokkinn, náð frábærum árangri í rekstri Akureyrarbæjar.

En betur má ef duga skal. Enn eru gríðarleg tækifæri í uppbyggingu á svæðinu, móta þarf atvinnuuppbyggingastefnu fyrir Akureyri og Dysnes og fylgja því eftir með aðgerðaráætlun. Fjölga þarf atvinnulóðum á næstu árum og taka upp og gera nýtt aðalskipulag til ársins 2050.

Við höfum náð árangri í leikskólamálum og grunnskólamálum, íbúðamarkaður er í þokkalegu jafnvægi og fjöldi íbúða er í byggingu sem koma inná markaðinn á þessu ári og næstu árum. Akureyrarflugvöllur hefur alla burði til að eflast enn og verða burðarstólpi í atvinnulífinu á Akureyri líkt og Háskóli Akureyrar. Gagnaverið sem við úthlutuðum lóð á Rangarvöllum stækkar ört og skapar tækifæri fyrir vel menntað fólk við hátæknistörf og lengi mætti telja.

Nýtt verslunarhúsnæði hafði ekki verið byggt í miðbæ Akureyrar síðan 1991 þegar Pedrohúsið reis. Síðan ég hóf þáttöku í bæjarmálapólitík árið 2018 og þá til að koma hreyfingu á hlutina er Hofsbót 2 risin og í Austurbrú er gert ráð fyrir nokkrum verslunarrýmum auk þess sem að BSO reiturinn fer af stað í sumar.

Ég sagði líka þá að stærstu tækifæri okkar lægju í eflingu verslunar og þjónustu og hefur fyrirtækjum í þeim geira fjölgað á undanförnum árum og nágrannar okkar sækja mjög mikla þjónustu til Akureyrar sem er frábært. Á Norðurtorgi er líka risin glæsileg verslunar og skrifstofubygging sem er full af öflugum fyrirtækjum.
Akureyringum hefur fjölgað á undanförnum árum og geta okkar til að framkvæma í bæjarfélaginu hefur aukist með auknu útsvari. Við erum búin að vera að byggja upp á KA svæðinu og á Þórssvæðinu undanfarin ár gríðarlega flott mannvirki sem koma til með að bæta enn aðstöðu til íþróttaiðkanna.

Við erum líka búin að bæta aðstöðuna í fjallinu okkar, hjá Golfklúbbi Akureyrar og á skólalóðum bæjarins. Staðan er nú þannig að við horfum til þess að geta lækkað fasteignagjöld á Akureyri á komandi árum en þau hafa hækkað óhóflega á landsvísu á sl. árum og þarf að leiðrétta það eins og hægt er.

Í málefnum aldraðra þá höfum við í nýju skipulagi gert ráð fyrir íbúðum fyrir þann aldurshóp ásamt því að koma á lýðheilsueflandi átaki meðal eldriborgara og úrbótum í aðstöðu fyrir þann aldurshóp.

Framtíðin er björt á Akureyri, ríkið er með áform um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 140 rými í Þursaholtinu þar sem við höfum úthlutað þeim lóð. Viðbygging við Sak er áætlað að hefjist í sumar og áform eru uppi um að stækka VMA. Þetta eru 3 gríðalega stór verkefni sem verður ráðist í á næstu misserum á Akureyri á vegum ríkisins.
Ég er klár í þessi verkefni sem þarf að fylgja eftir og hef mikin áhuga á að starfa fyrir Akureyringa fái ég til þess umboð.

Bestu kveðjur,
Þórhallur Jónsson

Nýjast