Vinir Akureyrarkirkju - kirkju Matthíasar Jochumssonar, Styrktarfélag hefur verið stofnað til að fylgja eftir 15 ára áætlun um viðhald á Akureyrarkirkju.
Akureyrarkirkja er byggð árið 1939-40 og vígð 17. nóvember 1940. Haldið var upp á 85 ára afmæli kirkjunnar um liðna helgi. Akureyrarkirkja er kennd við Matthías Jochumsson þjóðskáld og hönnuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi Húsameistara Ríkisins.
Kirkjan verður 100 ára árið 2040, eftir 15 ár.“ Þá þarf hún að vera í sínu besta standi og tilbúin í næstu 100 ár. Til að þetta geti orðið að veruleika þá þarf fjármagn. Komið er að kostnaðarsömu viðhaldi og endurbótum innandyra,“ segir á facebooksíðu Vina Akureyrarkirkju.
Til að standa straum af fyrirhuguðum framkvæmdum við kirkjuna hefur undirbúningshópur ákveðið að stofna „Vini Akureyrarkirkju“ styrktarfélag til handa kirkjunni. Markið félagsins er að safna fé til viðhalds næstu ár þannig að hægt verði að klára öll atriði í framkvæmdaáætluninni. Undirbúningshópurinn samanstendur af þeim Ingu Vestmann, Hólmgeiri Karlssyni, Sr. Svavari Alfreð Jónssyni, Kristjáni Þór Júlíussyni, Sr. Hildi Eir Bolladóttur, Ásthildi Sturludóttur, Lilju Guðmundsdóttur og Hirti Narfasyni.