Nýting glatvarma frá TDK hafin

Þau gleðilegu tíðindi áttu sér stað þann 13. desember síðastliðinn að glatvarmi frá álþynnuverksmiðju TDK nýttist í fyrsta sinn inn á kerfi Norðurorku og verður varmavinnslan tröppuð upp hægt og rólega.

Lesa meira

Nýju kirkjutröppurnar opnaðar

Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!

Lesa meira

Nemendur í Grenivíkurskóla styrkja Velferðarsjóð

Krakkar á miðstigi í Grenivíkurskóla, í 5. 6. og 7. bekk  afhentu sjóðnum 430 þúsund krónur í Glerárkirkju á Akureyri í morgun. Þeir unnu að verkefni nú í haust sem snérist um að skrifa bækur undir leiðsögn kennara sinna, hver nemandi skrifaði eina bók.

Lesa meira

,,Nú tæknin geggjuð orðin er”

Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar  sem hann orti fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag,  liklega ólundarlega.  Vilhjálmur Vilhjálmsson  flutti  þennan texta listavel og sannfærandi. 

Lesa meira

Skrifuðu undir samninga um óstaðbundin störf

Fyrstu samningarnir um óstaðbundin störf á landsbyggðinni voru undirritaðir á Húsavík á dögunum. Annars vegar er um ræða starf sem staðsett verður í húsnæði Sýslumannsins á Húsavík og hins vegar starf sem staðsett verður í vinnustaðaklasanum Útibúinu á Hvammstanga.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2025 samþykkt

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 var lögð fram til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi þann 12. desember og samþykkt. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Fyrri umræða fór fram þann 28. nóvember.

Lesa meira

Kalt svæði

Við, sem ekki ólumst upp við gæði hitaveitunnar, deilum ýmsum svölum minningum og lífsreynslu sem aðrir skilja ekki. Heitt vatn var takmörkuð auðlind, magnið sem hitadúnkurinn innihélt kólnaði við notkun og tók nokkra klukkutíma að hitna aftur. Það þýddi ekkert fyrir fjölskylduna í Höfða að drolla í sturtunni og líkamsþvottur heimilismanna var skipulagður út í ystu æsar.

 

Lesa meira

Höldum elds­voða­laus jól

Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum.

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 14. desember s.l.

Þann 14. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2024.  Mjög vel var mætt,  það voru tæplega 100 manns á fundinum.   Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fundinn var nýja inniaðstaðan okkar á Jaðri formlega opnuð.   ,

Það var Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, sem klipptu á rauða borðan íáður en gestir fengu að sjá dýrðina og gæddu sér síðan á snittum og drykkjum að því loknu.

Lesa meira

Bókakynning Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin.  Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar, viðamestu verkefnum þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra. Tveir af höfundum bókarinnar, þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, eru reyndustu þyrluflugmenn okkar og hafa þeir, ásamt fleirum auðvitað, komið mörgum til bjargar. Þriðji í hópi höfunda er Júlíus Ó. Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður.

Lesa meira

Mýsköpun klárar fjármögnun

Örþörungafyrirtækið Mýsköpun hefur lokið vel heppnaðri fjármögnun sem gerir fyrirtækinu kleift að vaxa áfram. Núverandi hluthafar tóku þátt í fjármögnuninni sem var uppá ríflega 50 milljónir króna og var í formi breytanlegs skuldabréfs. Fjármögnunin var kynnt á vel sóttum hluthafafundi í nóvember þar sem áform næsta árs voru kynnt og voru viðtökur jákvæðar. Þessi fjármögnun Mýsköpunar er eins konar brúarfjármögnun og þýðir að fyrirtækið getur haldið áfram sinni örþörungaræktun og rannsóknum áður en stærra skref er tekið í fjármögnun.

 

Lesa meira

Óskipt athygli um jólin

Börn á öllum aldri allt frá fæðingu hafa djúpstæða þörf fyrir athygli, eftirtekt og virðingu. Það er í höndum foreldra að mæta þessum þörfum barnsins. Börn þurfa mismikla nærveru, sum þurfa styttri tíma á dag með foreldrum sínum, en önnur lengri. Börn þrá oft ekkert heitar en að foreldrið taki eftir því, að foreldrið hlusti með fullri athygli og áhuga. Það þarf ekki að vera annað en að tala um hvað það var gaman í heimsókn hjá ömmu eða hversu erfitt það var þegar árekstrar urðu í leik við vini.

Lesa meira

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi S- lista á Akureyri Meirihlutinn skilar A-hluta sveitasjóðs með tapi 4 ár í röð

„Það er mikið áhyggjuefni að ekki takist betur til í rekstrinum en svo að honum sé skilað með tapi ár eftir ár,“ segir í bókun frá Hildi Jönu Gísladóttur bæjarfulltrúi S-lista vegna samþykktar fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar í liðinni viku.

Lesa meira

Fjöldi umsókna um jólaaðstoð hjá Velferðarsjóði

„Það er svipaður fjöldi sem sækir um núna og í fyrra, en líkast til heldur fleiri,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðar en þar er úrvinnsla umsókna um jólaaðstoð í fullum gangi.

Lesa meira

Íslandsþari fékk úthlutað lóð á Húsavík

„Gert er ráð fyrir að allt að 29 störf skapist á svæðinu með vinnslu á þessum stórþara, um 19 störf á landi og 10 sjávartengd störf við söfnun stórþarans. Þetta er mjög mikilvægt fyrir samfélagið okkar og framtíðaruppbyggingu þess,“ segir Soffía Gísladóttir sveitarstjórnarfulltrúi B-lista

Lesa meira

Geðverndarfélag Akureyrar fjármagnar þjálfun á heilaörvunartæki

Í tilefni 50 ára afmælis Geðverndarfélags Akureyrar i dag, 15. desember, var nýlega haldinn sérstakur afmælisfundur þar sem fulltrúum dag- og göngudeildar geðdeildar SAk var færður styrkur vegna þjálfunar á sérstakt heilaörvunartæki.

Lesa meira

Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Lesa meira

Breiðhyltingur og bikarmeistari í bekkpressu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild, er vísindamanneskjan og jólastjarnan í desember.

Lesa meira

Frumkvöðlasetur Driftar EA formlega opnað

Frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Driftar EA hefur formlega verið opnað, en í dag standa dyr opnar fyrir gesti og gangandi að skoða glæsilega aðstöðu og kynna sér hvað í boði er, en frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum geta fegnið ráðfjöf og aðstoð við fjármögnun auk aðgangs að öflugu tengslaneti og góðri vinnuaðstöðu.

 

Lesa meira

Tónlist, gleði og góðgerðarmál í Íþróttahöllinni á Húsavík

Árlegir jólatónleikar Tónasmiðjunnar

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika um næstu helgi og mikil eftirvænting er meðal kórfélaga fyrir þessari stóru tónleikahelgi. 

Tónleikar verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn á laugardag kl. 15 þá í Bergi, Dalvík á laugardagskvöld kl. 20. Á sunnudag ferðast kórinn austur í Kelduhverfi og syngur í Skúlagarði kl. 14. Lokatónleikarnir verða svo í Hömrum, Hofi á sunnudagskvöld kl. 20

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Í þessari viku afhenti Jóhann Gunnar Kristjánsson varaformaður stjórnar fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 1.000.000 kr. styrk frá Hafnasamlagi Norðurlands. 

Lesa meira

Hollywood klassík á svið á Húsavík

Menningin á Húsavík lifir góðu lífi en á laugardag frumsýndi 10. Bekkur Borgarhólsskóla leikverkið 10 hlutir – en það er byggt á hinni sívinsælu bíómynd, 10 Thing I Hate About You. Verkið hefur nú verið sýnt fyrir fullum sal alla vikuna og vakið aðdáun.

Lesa meira

Gríðarmikil og jákvæð breyting í vetrarferðaþjónustu

„Fram undan eru óvenju góðir mánuðir í vetrarferðaþjónustunni þar sem ferðamenn komast til Akureyrar með beinu flugi frá London, Manchester, Amsterdam og Zurich. Bókanir hafa gengið vel í flugi easyJet frá Bretlandi og greinilegt að þar eru á ferðinni Bretar í jólaheimsóknum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Lesa meira

Norlandair tekur við áætlun milli Húsavíkur og Reykjavíkur í næstu viku

„Viðbrögðin eru mjög góð og bókanir fara vel af stað,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair á Akureyri, en félagið tekur næsta mánudag, 16. desember við áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Fyrsta ferðin verður á miðvikudag, 18. desember. Flugið verður þjónustað af Icelandair á Reykjavíkurflugvelli

Lesa meira

Húsavík Farþegafjöldi í hvalaskoðunarferðum 2024

Á árinu 2024 fóru 112.666 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er um 15% samdráttur frá árinu 2023 sem var stærsta árið frá upphafi siglinga. Helsta ástæða samdráttar á milli ára er að fyrirtækin þurftu að fella niður mikið af ferðum vegna óvenjulegs tíðarfars undangengið sumar. Þróun farþegafjölda frá árinu 2016 má sjá á meðfylgjandi stöplariti. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári.

Lesa meira

Hermun á rýmum fyrir nýbyggingu við SAk

Í síðustu viku fóru fram hermiprófanir á rýmum vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Prófanirnar tóku meðal annars til sjúkrastofu, salernis á sjúkrastofu, lyfjaherbergis og skolherbergis. Hugtakið „hermun“ er íslensk þýðing á enska orðinu simulation og er notað um þessa aðferð.

Lesa meira