Kuldi og trekkur en konur og kvár létu sig ekki vanta á Ráðhústorgið á Akureyri í morgun og svöruðu með því kalli Samtaka launafólks og fjölmörgum öðrum samtökum launafólks kvenna og kvára sem höfðu kvatt til góðrar mætingar.
Ávörp voru flutt og var góður rómur gerður að þeim, af líklega u.þ.b. 2000 samkomugestum, sem sameinuðust svo í söng ,,svo undirtók í miðbænum" eins og kona ein sagði verulega sátt með stundina.
